Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 345
339
kunnugt oröið um sendiför Marenar Jespersdóttur til
Þórdísar konu NielsKjærs,og nokkru seinna á árinu
veiktist hún mjög æsilega, en jafnaði sig þó aftun
Síöla kvölds 19. apríl 1724, eða skömmu eftir miö-
nætti, veiktist hún enn meö alveg sama hætti og
fyrra skiptiö. Hvort jómfrúin hafi komizt á fætur
eftir þaö, er ekki Ijóst, en víst er, að hún hefur eftir
þaö ekki tekiö á heilli sér, og 3. maí fékk hún enn
eitt kast alveg sömu tegundar, og var eftir þaö
rúmföst, þar til hún andaðist 20. júní 1724. Jómfrú
Apollonia hélt því alltaf fram viÖ Cornelius Wulff,
aö sér hefði verið byrlaö eitur, enda var það með
vissu farið að kvisast manna á meðal hérumbil inán.
uöi áður en hún dó, að svo væri, því Wulfí seg-
ist hafa verið búinn að frétta það, er hann talaði
við hana annaðhvort 23. eða 24. maí.
Þetta, sem að ofan greinir, er það, sem er óyggj-
andi satt í málinu og sannanlegt. Margt annað, sem
um málið er kunnugt, er að vísu ekki sannanlegt,
en hinsvegar svo vel líkum stutt, að það gengur
sönnun næst. Margt er hinsvegar líka, sem satt gæti
verið, enda þótt hvergi nærri verði leiddar að því
likur, svo að neinu nemi, og sumt er hvorki sann-
anlegt né sennilegt.
Áður en lengra er farið, skal nokkuð athugað,
hverir það voru, sem gátu haft hagsmuni af því,
að jómfrú Apollonia dæi, og hvort þeir hagsmunir
hafi verið svo ríkir, að nokkur „skynsemi" gæti ver-
ið í verkinu. Hér er auðvitað ekki átt við það, að
það geti nokkurntíma verið skynsamlegt eða rétt
að fremja slíkt fólskuverk, heldur hitt, hvort svo
mikið væri í aðra hönd, að runnið gæti tvær grím-
ur á purkunarlaust fólk.
Það eru ekki nema þrír menn, sem hag gátu
haft af andláti jómfrúarinnar, tveir beinlínis, og
22*