Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 244
238
og þeir þrír meðdómsmenn hans í Sunnefumálinu,.
sem vitni báru á EgilsstöíSum 1751, þar á þingi.
Bera þau öll, að Sigurður hafi verið staddur á Bessa-
staðaþingi, er dauðadómurinn var genginn, og muna.
tvö þeirra, að hann hafi setið í þinghúsinu „hægra
megin innan við í húsinu, þá inn er gengið“. Með-
dómendurnir þrír muna, að hann var innnefndur, en
sira Grímur man það ekki, heldur veit það, af þvi-
að hann var skrifari Wíums við þetta tækifæri, og
skrifaði ekkert í þingbókina, nema það, sem satt var
og rétt. Enginn þeirra skilur, að Sigurður hafi ekki
heyrt, að hann var í dóminn nefndur. Ekki man
heldur neinn þeirra, hvort Sigurður hlustaði á vitna-
framburð og greiddi atkvæði um dóminn. Að því
er til undirskriftarinnar kemur, þá man einn með-
dómsmanna, að Sigurður vildi handsala Wíum undir-
skrift sína undir þingbókina, en Wium vildi það
ekki; hann kvað það geta skaðað sig. Síra Grim-
ur aftur á móti segist hafa horft á það, að Sigurð-
ur handsalaði Bjarna Einarssyni undirskriftina. Nú
mun menn reka minni til þess, að Bjarni þessi bar
það, að Wíum hefði sagt sér að „hjálpa til“ að skrifa
undir. Það má nú skilja alla þessa framburði sem
ósamræma, ef vill, en það má líka skoða þá sem
samræma á þann veg, að þeir beri með sér, að Sig-
urður hafi beðið Wíum að undirskrifa fyrir sig, en
hann vikið því af sér til Bjarna.
Með þessu er prófunum lokið að öllu, og er mað-
ur litlu nær um sannindi málsins. Framburður stend-
ur á móti framburði, eiður á móti eiði, en þó hefir
í prófunum margt komið á daginn, sem betra er
að vita en ekki.
Enn er hér nú þess að geta, sem í millitíð hafði
gjörzt. Haustið 1752, upp úr því að Wíum var lagð-