Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 59
E,MREIÐIN
TVÆR SÖNGVÍ3UR
155
»Hví grætur þú, ljúfa, er lýsigullið skín
og Ijómi dýrra gimsteina um srdkynni þín?
011 hamranna auðæfi hef ég gefið þér;
þú heimi þínum gleymdir og undir hjá mér.«
^Nei, engu ég gleymdi og aldrei verð ég þín,
því ódauðleg, sem guðsorð, er kristna sálin mín.
Eg dvalið hef í björgum í döpur fjórtán ár,
í draumi skein mér sólin og himininn blár.
Svo fjarri var kirkjan, ég heyrði ei söng né hreim,
nú hljómar önnur nýreist í sumarbláan geim.«
^Frjáls ertu, drotning, — en farir þú í dag
er friður þér horfinn og ró um sólarlag.
Gangir þú í kirkjuna, afturkvæmt ei er,
en alt þú manst og þráir, sem bíður þín hér.«
— Og drotningin lítur í barnsaugun blá
og birtu guðs himins og ljóma þar sá.
Hún hlustar á ómálga ungbarnsins hjal,
— eimi helgra klukkna það fylti heiðinn sal.
Þá fellur hún á kné sín og felur ásýnd klökk:
Ó, faðir guð, eilíf sé þér lofgjörð og þökk!
* *
*
En klukkurnar hringja með hjartnæmri þrá
og hamranna drotning grætur vöggunni hjá:
»Hjálpa þú mér, Kristur, sem hjartað þekkir bezt,
að hjá þeim, sem mig elska, ég geti yndi fest.
Hvert tár verði að ljósi, er lýsi bjargsins nótt,
hver löngun að blessun, er signi börn mín hljótt.