Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 8
104
NVNORSKT MÁL OG MENNING
eimreiðiN
mikið bjó í syninum, og Iagði hann mikla rækt við hann. Til
17 ára aldurs var Vinje heima, var smali og vann algenga
sveitavinnu. Síðan fór hann í skóla og varð umferðakennari í
sveit sinni. Launin voru lítil, en Vinje brendi brennivín og bjó
til tréskó. A þessum árum kyntist hann fjölda manna, og varð
það honum góður skáldskóli. Eftir 5 ár fór hann í kennara-
skóla og lauk prófi með afbragðseinkunn. Hann hafði fengið
loforð fyrir góðri stöðu í sveit sinni, en ríkur bóndason fékk
embættið.
Vinje fékk nú kennarastöðu í Mandal. Allir viðurkendu
gáfur hans, en hann þótti kyn-
legur í háttum og útliti. Hann
var illa vaxinn og ófríður, ann-
að augað var stærra en hitt.
Hann samdi sig lítt að siðum
bæjarbúa — en í Mandal lögðu
menn mikla áherzlu á fína siði
og fagran búnað.
í Mandal tók Vinje skip-
stjórapróf og hugðist gerast
sjómaður. En óhæfur reyndist
hann til sjómenskunnar. Þá
hugðist hann gefa sig við
verzlun, en ekkert varð úr þvú
Um þetta leyti ritaði hann dóm
um kristilegar smásögur, sem
prestur einn hafði gefið út.
Ritdómurinn birtist í »Morgunblaðinu« í Osló. Var hann spott-
andi og bituryrtur, og misti Vinje embættið sakir hans. Fór
hann nú til Oslóar og var leiður á lífi. Var í ráði hjá honum
að ganga í her Dana, sem um þetta leyti áttu í ófriði við
Þjóðverja. En í Osló hitti hann ritstjóra »Morgunblaðsins«,
sem bauð honum að styrkja hann til náms. Vinje þá boðið —
og tók stúdentspróf hjá Heltberg, einhverjum hinum sérkenni-
legasta og nafnkendasta kennara, sem Norðmenn hafa átt.
Síðan hélt Vinje áfram námi og tók lögfræðispróf með góðri
einkunn.
Hann fékst allmikið við ritstörf á þessum árum. Um hríð
Ásmundur Ólafsson Vinje.