Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 68
EIMREIÐiN
Ferð um Miðsvíþjóð.
Sumarið 1924 tók ég þátt í námsskeiði, sem Norræna fe'
lagið hélt í Stokkhólmi, og varð mér þar ljóst, hve lítið Is"
lendingar þekkja Svía, þennan stóra bróður okkar Norður-
landabúa.
Landið er svo stórt, að er ég hafði ekið rúmlega 1200 km-
norður í Svíþjóð, sagði kunningi minn, að gaman væri fyi"ir
mig, ef ég kæmist »eitthvað norður í Svíþjóð«! Þá var eg
nákvæmlega í miðju landinu, álíka norðarlega á hnettinum os 1
Reykjavík.
Þjóðin er 60 sinnum fjölmennari en Islendingar, og SerJr
því stærðin ein alt þjóðlíf margbreytilegra. Atvinnuvegirnir
eru fjölbreyttir eins og í heilli heimsálfu. Syðst er hver blettur
ræktaður eins og í Danmörku, svo enginn getur hreyft s>9>
nema að gefa öðrum olnbogaskot. Nyrzt eru takmarkalausar
heiðar, þar sem hirðingjar hafast við í tjöldum. Djúpt niðri 1
jörðunni er brotinn málmur og hátt til fjalla högginn skógur-
Auðæfin eru hér meiri og misskiftari og menningin því klofn*
ari en annarsstaðar á Norðurlöndum.
Stokkhólmur — þessi fagra eyjaborg — vekur einnig löngun
til að kynnast þjóðinni, sem gjörbreytt hefur öllum lifnaðar-
háttum, án þess að týna sinni fornu menningu — og landmu.
sem gefið hefur takmarkalaus auðæfi.
Fyrsti áfanginn var til Uppsala, hinnar gömlu mentaborgar-
Þar sá ég landa frægan mjög, enda var hann 600 ára garnall-
Það var Edduhandrit, sem Sturlungar höfðu átt, en ]ón RuS"
mann náð í handa Svíum. Voru þeir mjög hreyknir af þvl’
enda færðist hátíðasvipur yfir andlit bókavarðarins, Dr. Ugg*a’
er hann opnaði járnhurðina inn til handritaherbergisins. I
voru eiginhandarbréf allra Svíakonunga, þar voru biblíu- °S
Edduhandrit, þar voru páfabréf og bónorðsbréf, þar var meira
að segja hryggbrotsbréf frá Elísabetu Engladrotningu til EiríÞs
14., mjög vinsamlegt og fylgdi málverk af henni með. Engmn
veit, hvort það jók harma hans eða sefaði. Hitt er víst, a^
hann sendi um hæl mann til að biðja Maríu Stuart.