Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 18
114
NÝNORSKT MÁL 00 MENNING
eimreiðiN
þær honum ærið að hugsa. Stofnaði hann blaðið »Fedra-
heimen« og fór hamförum. Þótti fáum þar vært fyrir að vera,
er hann sótti fram.
I »Fedraheimen« birtust fyrstu sögur hans. En það var
fyrst með sögunni »Bondestudentar« 1883, að hann sýnir siS
sem stórskáldið Garborg. Bókin fjallar um bóndason, sem
slítur rætur sínar og gerist prestur, leggur alt í sölurnar,
hverja sjálfstæða — og góða kend, alt, sem gerir manninn
að »manni«. Hann verður ekki neinn andlegur gæðingur,
heldur einn af húðarjálkunum fyrir þjóðkirkjukerrunni, and-
laus, trúlaus, sannfæringarlaus matprestur. í bókinni eru af'
brigða mannlýsingar, ekki sízt þar sem lifandi menn eru fyrir-
myndin. Þar eru og ágætar lýsingar á lífinu í Osló á þeim
dögum og upplausninni og tímaskiftunum í þjóðfélagim*
yfirleitt.
Nú náði »naturalisminn« meiri og meiri tökum á hugum
manna. Hans Jæger hóf baráttuna fyrir frjálsu ástalífi karls
og konu, og Garborg kemst fjær og fjær því gamla í trúar-
og lífsskoðunum. »Naturalisminn« tekur hann svo föstum tök-
um, að næstu bækur hans eru frekar »innlegg« í stríðið uiu
gamalt og nýtt en listræn skáldverk. Eru þær nú ekki lengur
lesnar af almenningi. Garborg hafði fylgt eindregið vinstri-
mönnum í ræðu og í riti, en þá er hann hafði gefið út sög'
una »Mannfolk«, var hann sviftur embætti sínu sem endur-
skoðandi ríkisreikninganna. Stóð nokkur hluti vinstrimanna
að þessu, hinir alræmdu Oftedælar, kendir við hræsnarann
Lars Oftedal, sem Kielland ræðst svo harðlega á í »Jóns-
messunótt«. Um þetta leyti varð Garborg að láta af ritstjóm,
þar eð hann þótti um of niðra því gamla í trúar- og siðferðis'
kenningum. Flutti hann nú upp í Austurdal. Þar hafði hann
keypt sér kofa í svo nefndum »Kolbotnum«. Þar skrifaði hann
»Kolbotnabréf«, ljóðræna pistla á einhverju hinu fegursta
landsmáli, sem skrifað hefur verið. Gamansemi Garborg5
kemur vel fram í bók þessari, og er hún ekki eins beisk oð
í öðrum bókum hans. Þarna eru annars skarpar ádeilur oð
einhverjar hinar fegurstu náttúrulýsingar, sem ritaðar hafa
verið á nýnorsku. I Kolbotnum skrifaði Garborg og ádeilu'