Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 7
ElMRElÐIN
NÝNORSKT MÁL OG MENNING
103
M að safna orðum úr sveitamálinu. Biskup sá þegar, að þarna
Var maðurinn til starfsins. Fékk Ásen styrk, og ferðaðist hann
nú um landið.
Árið 1848 gaf hann út »Málfræði hins norska alþýðumáls«.
mnna gaf hann út sömu bók með nafninu „Norsk málfræði
Vnir þag glögglega stefnubreytingu þá, sem orðin var hjá
0num. I fyrstu hafði hann ætlað sér, svo sem þá var algeng-
ast meðal þjóðreisnarmanna, að auðga að eins ríkismálið með
norskum orðum. En honum varð það ljóst, að málið varð ekki
n°rskt með því móti. Það hlýddi eftir sem áður lögum dönsk-
unnar — og var þvl- ag ejns danska. £n sveitamálið var al-
n°rskt, og það átti að verða ritmál hinna norsklyndu Norð-
manna og síðan alþjóðar í Noregi. Hér tjáði því ekki annað
en koma fram hreint og ákveðið.
Asen vann alla sína æfi fyrir landsmálið, en svo nefndist
1 nýja norska ritmál. Árið 1850 gaf hann út hina frægu
0rðabók sína, sem síðar kom út aukin og endurbætt.
^sen ofraði öllu fyrir hugsjónir sínar. Hann átti kost á að
Verða makráður embættismaður — og hann átti kost á ágætu
v°nfangi. Ekkert þráði hann eins og gott heimili, en hann
ne'taði sér um það eins og svo margt annað. Kvæði hans,
sem eg hem síðar að, sýna það bezt, hvað sú fórn hefur
kostað hann.
^sen lézt í Osló 1896, elskaður af fylgismönnum og virtur
andstæðingum. Hinir fyrnefndu litu á hann sem hina miklu
largvaett norskrar menningar, hinir sem hinn frábæra vísinda-
mann og hið einstaka valmenni. Hann tók ekki sérlega mikinn
Pa > deilunum um málið, stóð þar sjaldnast í eldinum. Þar
Voru aðrir sem beittu sér meir fyrir plóginn — og þá í fyrstu
rekar öðrum Ásmundur Ólafsson Winje.
Vinje er sá af skáldunum, auk Ásens, sem er svo nátengdur
malhreyfingunni og hún honum, að mér þykir réttast að geta
1 hessum kafla æfiatriða hans.
Vinje fæddist 6. apríl 1818 í Efri-Þelamörk. Faðir hans var
^nsmaður. Hann hafði verið í hernum og farið víða, séð og
eyrt margt. Hann hafði dómgreind ágæta og sagði sögur
rum mönnum betur. Hann var háðfugl og orðhákur, brellinn
n°hkuð og þótti beggja handa járn. En hann sá fljótt, að