Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 74
170
FERÐ UM MIÐSVÍÞJÓÐ
EIMREIÐiN
á því þriðja. Þar við hliðina á kemur tvílyft hús eða skemrna,
sem stendur á staurum. Hér er líf og fjör, en ekki þessi
blíða rósemi íslenzku bæjaþiljanna. Það sést, hvernig ein kyn-
slóðin hefur tekið við af annari, og bygt eftir smekk sínum
og efnum. Þegar inn er komið, sjást ábreiður á veggjum með
skínandi jurtalitum, sem kvenfólkið fullyrti, að upplituðust aldrei
og reyndust líka vera yfir 100 ára gamlar, og sama máli var
að gegna með þær, sem liggja samanbrotnar á langbekkjum
BjálUahús.
meðfram veggjunum. Stóra klukkan móti dyrunum ber ártalið
1776 og gengur enn þá, en stóllinn fyrir borðendanum er
alveg eins og stóll, sem Gustav Vasa átti.
Onnur súðin er skreytt fjölda diska. Eru þeir handmálaðir
og engir tveir eins. Hin súðin er þakin rammalausum olíumál'
verkum, sem gerð eru af góðum vilja en litlum hagleik. Líkjast
þau nokkuð »expressionismanum«, sem nú er hæst á bauki. allar
línur sterkt dregnar og meiri alúð lögð við að sýna svipinu
en að halda náttúrlegum hlutföllum. Var nauðsynlegt fyrir
málarann að gera höfuðið stórt á kerlingunni, sem fór í æskU'
mylluna, til þess að hrukkurnar kæmust fyrir, og maður sæh
hve breytt hún væri eftir mölunina.