Eimreiðin - 01.04.1925, Blaðsíða 40
EIMREIÐlN
Þorskhausarnir og þjóðin.
Gaman og alvara.
Það er ekki mér að kenna, að fyrirsögn þessa erindis kann
að vera tvíræð, heldur þjóð vorri, sem hefir lagt tvær merk-
ingar í orðið þorskhaus. Þorskhaus merkir, svo sem kunnugt
er, annars vegar höfuðið á fiski þeim, er þorskur nefnist,
hins vegar heimskan mann, asna, aulabárð. Eg ætla nú sér-
staklega að tala um þorskhausa í orðsins eiginlegu merkingu
og að eins lítillega að minnast á hina: þorskhausana í manns-
mynd. Um hvora tveggja ætla eg að ræða í sambandi v$
íslenzka þjóð. Eg vona að mér takist að sýna, að það sam-
band er bæði margþætt og merkilegt. Það eru raunar all'
mörg ár síðan mér skildist, að þorskhausinn getur, ef rétt er
á haldið, verið eins konar sjónarhóll, er gefur mikla útsýn
yfir eðli og örlög þjóðar vorrar. Eg hefi eigi fyr tekið þetta
mál til meðferðar eingöngu fyrir þá sök, að eg hefi verið að
bíða eftir því að orðabók Sigfúsar Blöndals kæmi út, því að
eg vissi að þar áttu að biríast öll þau heiti, er þjóðin hefir
gefið ýmsum hlutum þorskhaussins, en þau sýna ekki ómerki'
legan þátt í sambandi þorskhausa og 'þjóðar. Nú er þessi
dýrmæta orðabók öll komin út. Af 6 myndablöðum, sem bók-
inni fylgja til skýringar, er eitt helgað þorskhausnum. Á þv'
eru 4 myndir, og hefir vor ágæti fiskifræðingur Bjarni Sæ-
mundsson dregið tvær þeirra af mikilli list. En hálft anna5
hundrað eru heitin í skránni yfir hluta þorskhaussins. Raunar
eru þar mörg samheiti; sami fiskurinn, beinið, roðið heitir
ýmsum nöfnum. Engu að síður er auðsætt, að þorskhausinn
hefir átt þátt í auðgun tungu vorrar jafnframt og hann hefir
haft áhrif á samgöngur, atvinnubrögð, efnahag og heilbrigð1
þjóðarinnar og jafnvel á lífsskoðun hennar og siðgæði. ÖH
meðferð þjóðarinnar á þorskhausunum og hugarþel til þeirra
ber séreðli hennar og menningu óræk vitni.
Þegar eg tala um þorskhausa, á eg sérstaklega við harða
þorskhausa. Því miður er erfitt úr að skera, hve lengi þeif