Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 40
352
UM BYGGINGU STJARNANNA
eimreidin
Og hver er nú úikoma þessara rannsókna? Hún er að
mörgu leyti merkileg og fer í bága við fyrri hugmyndir manna.
Fikrum okkur inn á við. Hiti og þrýstingur vaxa þá fyrst
í réttu hlutfalli við dýptina. Þegar innar dregur fer vöxtur-
inn að aukast, og lyktar því þannig, að hiti og þrýstingur na
óútmálanlegri hæð. Hitinn kemst inn við miðju upp í biljón
gráður. Þetta er há tala og erfitt að gera sér grein fyr>r
þvílíkum hita. En eigi að síður eru menn ánægðir með út-
komuna og þykjast hafa himininn höndum tekið.
Ástæðan er þessi: Sólin sendir út í geislum sínum fádæma
orku árlega. Ef sú orka væri ekki bætt henni upp á einhvern
hátt, mundi hún kulna svo ört, að menn hefðu orðið þess
varir. En því fer fjarri. Hvaðan fær hún þá orkuna? Þetta
var lengi mikil ráðgáta. Menn tíndu ýmislegt til, er líklegast
var, t. d. hrap loftsteina ofan á sólina, samdrátt hennar o. s. frv-
En ekkert dugði. Samdrátturinn einn gæti t. d. ekki haldið
sólunni lengur lýsandi en nokkra miljarða ára. En jarðfraeð'
ingar segja jörðina eldri en það, og hinsvegar óhugsandi, að
sólin sé yngri en jörðin. Menn þektu engar nægilegar orku-
lindir. Þær komu fyrst í ljós með afstæðiskenningu Einsteins.
Einstein ályktaði, að efni og orka séu tvær myndir sama
hlutar. Þó er hugsanlegt, að breyta megi einu í annað. t*
það væri hægt á kostnaðarlítinn hátt, mundi vinna öll í heim;
inum breytast eígi lítið. Því úr einu grammi af mold, sand'-
eða hverju öðru efni, mætti vinna eins mikla orku og ur
3000 tonnum af kolum við kyndingu.
Nú opnast leið til þess að skýra viðhald orkunnar í stjörn'
unum. Efni breytist í orku, og þarf ekki nema lítið eitt af ÞV1
til þess að fylla upp í skarðið, er myndast við geislunm3-
En þessi myndbreyting þarf að minsta kosti biljón gráða hita
til þess að geta farið fram. Milne fann, að þeim hita er na°
í miðju stjarnanna, og er þá fengin skýring á viðhaldi ork'
unnar. Það sem hér er sagt um byggingu sólarinnar, 3^}\
með litlum breytingum einnig um aBrar stjörnur. Viðhald
sólarorkunnar kostar sólina árlega 130 biljón tonn, sem hur>
léttist um. Svarar það hér um bil til sex hundruðfalds þunðf
Esjunnar. En þó er viðhaldið ekki fullkomið. Sézt það af bvl’
sem nú skal hér sagt um æfisögu stjarnanna.
Hver stjarna er líklega í upphafi afarvíðáttumikil, en þunn'
gerð þoka. Vegna aðdráttaraflsins dregst hún saman og þ®11'
ist Eykst þá hitinn fyrst í stað. Að því kemur þó, að útgeislan
er meiri en unnin orka, stjarnan eldist, »tapar sér« og kólnar-
Samdráttur, þétting og kólnun halda áfram. Samfara besS
hefur allan tímann eitthvað af efni breyzt í orku, sem SVpfV| [
geislað út í geiminn. Stjarnan léttist því með aldrinum. Ef 1