Eimreiðin - 01.10.1931, Page 68
380
SOGNIN UM ATLANTIS
EIMRElÐIfí
margar tegundir af ávöxtum, jurtum og fjöldi trjátegunda.
I fjöllunum voru allskonar góðmálmar í ríkum mæli, þar á
meðal fyrnefnt orikalk, og er þessa getið til skýringar: »sem
nú þekkist aðeins nafnið ác. Alitið var, að það væri næst gulk
að verðmæti.
Landinu var stjórnáð af tíu konungum, sem allir voru af'
komendur Poseidons, og hafði hver þeirra yfir ákveðnu fylki
að ráða. Þeir höfðu einveldis-yfirráð yfir lífi og velferð þegn-
anna, en voru aðeins háðir lögum Poseidons, sem voru rituð
á súlu úr orikalki, er stóð í miðju musterinu. Þar mættust
konungarnir til skiftis fimta og sjötta hvert ár, til þess að
ráða og ræða vandamál sín og rannsaka, hvort enginn þeirra
hefði brotið lögin, og ef svo reyndist, að hegna hinum seka.
Áður en skyldi segja upp dóm, blótuðu þeir nauti í félagi
og sóru við blóð þess að hlýða lögunum og hegna þeim,
sem bryti þau. Því næst mötuðust þeir, og er nótt var á og
fórnareldurinn kulnaður, fóru þeir allir í dimmbláar kápurr
mjög fagrar á að líta, og lögðust kringum eldsglæðurnar. Þa
var allur eldur slöktur, og í myrkri kváðu þeir upp dóma og
fullnægðu þeim. Þegar dagaði, skrifuðu þeir dómana á gull'
töflur og hengdu þær og kápur sínar á veggi í musterinu.
Allmargar reglur giltu innbyrðis fyrir konungana, og uar
ein sú, að enginn mátti bera vopn á annan, ef það kaem>
fyrir, voru hinir skyldir að hjálpa þeim, sem á var ráðist.
Þeim bar og að bera ráð sín saman, ef um stríð eða önnur
málefni var að ræða, og sá skyldi hafa á hendi yfirstjórm
sem var niðji Atlass.
Ennfremur skrifar Plato: Gegnum margar ættkvíslir, svo
lengi sem hinn guðlegi uppruni í þeim réð breytni þeirra,
hlýddu þeir lögunum og heiðruðu það guðdómlega almaettL
sem þeir voru komnir frá. Þeir voru heiðarlegir og veglynó>r
gagnvart örlagaráðstöfunum. í umgengni sinni hver við annan
sýndu þeir hófsemi og prúðmensku. Þeir fyrirlitu alt, seIfl
ekki gat skoðast dygð, og álitu gull og eignir aðeins til frafala-
Auður þeirra vakti ekki hjá þeim fégirnd, og þeir mistu ekk>
stjórn á sjálfum sér; þeir sáu, að þetta gat alt orðið þeim 1
gagns, ef þeir ynnu saman af einlægni, og að löngun eftif
þessa heims gæðum Ieiðir til falls og eyðileggingar.