Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Side 20

Eimreiðin - 01.04.1933, Side 20
EIMREIÐIN Við þjóðveginn. Eitt af eftirtektarverðustu fyrirbrigðum í þjóðmálum nútím- ans er tilhneiging sú til að takmarka lýðræðið, draga úr áhrifum almennings á stjórn þjóðanna, sem svo þingræðis-*1 9®tir í heiminum. Það er eins og fólkið ;nSi sé að missa traustið á þingræðinu, eins og það hefur reynst undanfarið. Menn eru að þreifa sig áfram til nýrra stjórnarforma, sem þó eru ekki nýrri en það, að þau minna tvímælalaust á einræði, og stundum harð- stjórn, liðinna alda. Um tvö stórveldi í Evrópu, Italíu og Rúss- land, hefur verið svo ástatt um alllangt skeið, að einn flokkur ræður í raun og veru öllu og nýtur sérréttinda fram yfir aðra meðlimi þjóðfélagsins. Þessir flokkar, þ. e, svartliðar á Ítalíu og rauðliðar á Rússlandi, eru hinir eiginlegu drottnarar í þessum löndum, og framkvæmdastjórar þeirra hafa nálega alræðisvald. En fleiri ríki eru að bætast í hópinn. Ekki var Roosevelt Bandaríkjaforseti fyr tekinn við embætti sínu, 4. marz síðastliðinn, en hann lét þingið gefa sér alræðisvald í ýmsum málum, svo sem fjármálum og bankamálum. Svo virð- ist sem ástandið í Bandaríkjunum hafi verið komið á það stig, er forsetinn tók við völdum, að alt viðskifta- og fjár- málalífið hafi verið að því komið að hrynja í rústir. Með amerískum hraða flaug frumvarp um alræðisvald í bankamál- um forsetanum til handa í gegnum báðar málstofur þingsins, sama daginn og hann tók við embætti. Bönkum var lokað, bann lagt við kaupum, sölu og útflutningi gulls, laun opin- berra starfsmanna lækkuð um 15 °/o, kostnaður við her og flota færður niður til muna, eftirlaun miskunnarlaust skorin niður um hundraðshluta, sem samtals nemur háum upphæð- um. Alt var þetta gert fyrirvaralaust, án vægðar og af ein- um manni, sem sagði þinginu að samþykkja tafarlaust það, er hann fyrirskipaði, sem það og gerði. En Roosevelt lét ekki staðar numið með þetta. Áætlanir hans til að bæta úr atvinnuleysinu og fyrirætlanir hans um að koma til leiðar hækkun á búnaðarafurðum til viðreisnar bændastéttinni hafa vakið athygli um allan heim, og þó einkum afvopnunartillögur hans, sem lagðar voru fyrir afvopnunarráðstefnuna í Genf, og viðskiftamálatillögur hans, sem koma til athugunar og úr- skurðar á alþjóðaviðskiftamálaráðstefnunni í Lundúnum, sem kom saman 12. þ. m. Forsetinn hefur ekki gengið svo langt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.