Eimreiðin - 01.04.1933, Side 20
EIMREIÐIN
Við þjóðveginn.
Eitt af eftirtektarverðustu fyrirbrigðum í þjóðmálum nútím-
ans er tilhneiging sú til að takmarka lýðræðið, draga úr
áhrifum almennings á stjórn þjóðanna, sem svo
þingræðis-*1 9®tir í heiminum. Það er eins og fólkið
;nSi sé að missa traustið á þingræðinu, eins og það
hefur reynst undanfarið. Menn eru að þreifa
sig áfram til nýrra stjórnarforma, sem þó eru ekki nýrri en
það, að þau minna tvímælalaust á einræði, og stundum harð-
stjórn, liðinna alda. Um tvö stórveldi í Evrópu, Italíu og Rúss-
land, hefur verið svo ástatt um alllangt skeið, að einn flokkur
ræður í raun og veru öllu og nýtur sérréttinda fram yfir
aðra meðlimi þjóðfélagsins. Þessir flokkar, þ. e, svartliðar á
Ítalíu og rauðliðar á Rússlandi, eru hinir eiginlegu drottnarar
í þessum löndum, og framkvæmdastjórar þeirra hafa nálega
alræðisvald. En fleiri ríki eru að bætast í hópinn. Ekki var
Roosevelt Bandaríkjaforseti fyr tekinn við embætti sínu, 4.
marz síðastliðinn, en hann lét þingið gefa sér alræðisvald í
ýmsum málum, svo sem fjármálum og bankamálum. Svo virð-
ist sem ástandið í Bandaríkjunum hafi verið komið á það
stig, er forsetinn tók við völdum, að alt viðskifta- og fjár-
málalífið hafi verið að því komið að hrynja í rústir. Með
amerískum hraða flaug frumvarp um alræðisvald í bankamál-
um forsetanum til handa í gegnum báðar málstofur þingsins,
sama daginn og hann tók við embætti. Bönkum var lokað,
bann lagt við kaupum, sölu og útflutningi gulls, laun opin-
berra starfsmanna lækkuð um 15 °/o, kostnaður við her og
flota færður niður til muna, eftirlaun miskunnarlaust skorin
niður um hundraðshluta, sem samtals nemur háum upphæð-
um. Alt var þetta gert fyrirvaralaust, án vægðar og af ein-
um manni, sem sagði þinginu að samþykkja tafarlaust það,
er hann fyrirskipaði, sem það og gerði. En Roosevelt lét
ekki staðar numið með þetta. Áætlanir hans til að bæta úr
atvinnuleysinu og fyrirætlanir hans um að koma til leiðar
hækkun á búnaðarafurðum til viðreisnar bændastéttinni hafa
vakið athygli um allan heim, og þó einkum afvopnunartillögur
hans, sem lagðar voru fyrir afvopnunarráðstefnuna í Genf,
og viðskiftamálatillögur hans, sem koma til athugunar og úr-
skurðar á alþjóðaviðskiftamálaráðstefnunni í Lundúnum, sem
kom saman 12. þ. m. Forsetinn hefur ekki gengið svo langt