Eimreiðin - 01.04.1933, Page 28
140
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðiN
istanna þyzku. Um sama leyti stóð yfir 150. kirkjuþing mót-
mælenda í New-Vork, og gaf það út opinbera áskorun til
kristinna manna hvarvetna um að berjast gegn illri meðferð
á gyðingum. Framkoman gegn gyðingum virðist hafa skapað
meiri andúð erlendis gegn stjórn Hitlers en nokkuð annað.
Að sjálfsögðu hefur og
djúpið, sem staðfest er
milli þjóðernis-jafnaðar-
manna og kommúnista,
aukist enn meir en áður
eftir viðburði þá sem
gerðust um kosningarn-
ar síðustu í Þýzkalandi,
enda hafa kommúnistar
þar í landi verið beittir
harðneskju og sviftir
réttindum, svo að þeir
hafa þar nú afarslæma
aðstöðu. Af síðustu fregn-
um um stefnu Hitlers í
utanríkismálum virðist
svo sem honum og stjórn
hans hafi tekist að draga
mjög úr andúðinni gegn
nazistunum þýzku, og
lítur út fyrir að nú sé
ætlunin að sýna meiri
gætni framvegis gegn
andstæðingunum, innan-
lands og utan, en í fyrstu. Svör þau, sem hann hefur gefið
við málaleitunum um afvopnun og viðskiftafrið, hafa haft
sefandi áhrif. Hitler er ekki eins herskár og hann var í fyrstu,
eða það sem sennilegra er, hann telur ekki hyggilegt að
vera það lengur.
Ernst Thalmann,
forsetaefni kommúnista við forsetakosning'
arnar síðustu í Þýzkalandi.
Svefn og
vaka.
Hingað til hefur það verið talið holt fyrir börn og unglinga
að sofa a. m. k. 8—9 tíma á sólarhring. En nú hefur þýzkur
uppeldisfræðingur, Th. Stöckmann-Duisburg að
nafni, fært sterkar líkur fyrir, að þessi skoðun
sé vafasöm. Hann heldur því fram, að bæði ung-
lingar og fullorðnir geti náð undraverðum árangri með því
að stytta svefntíma sinn og sofa aðeins þann tíma sólarhrings-
ins, sem svefninn kemur að beztum notum. Th. Stöckmann-
Duisburg gerði tilraunir með þetta á ungu fólki, og kom 1
ljós, að með því að sofa aðeins um fjórar stundir fyrir mið'