Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Page 30

Eimreiðin - 01.04.1933, Page 30
142 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN að vært og vaknað síðan aftur innan ákveðins tíma til að byrja að nýja. Annars mun óþarfi að leita svona langt eftir dæmum, því nokkuð mun það algengt að menn vaki við störf langt um fram fastan vinnutíma og eigi auðvelt með að sofna á hvaða tíma dags sem er. Einkum á þetta við um sjómenn. Eitt af víðlesnustu tímaritum Englendinga sendi eitt sinn út fyrirspurn til nokkur hundruð stjórnmálamanna, listamanna, rithöfunda o. s. frv., um það, hve margra klukkustunda svefn þeir þyrftu á sólarhring, hvenær þeir gengju til hvíldar og hvað þeir teldu bezta ráðið við svefnleysi. Flestir töldu sig þurfa 7—8 tíma svefn, nokkrir meiri, alt upp í 9x/2 tíma, aðrir minna, alt niður í 3 tíma. Ramsay MacDonald, núver- andi forsætisráðherra Breta, taldi sig þurfa 6—7 tíma svefn, leikkonan Ellen Terry 4 eða 6 tíma og prófessor sir W. M- Ramsay 3—4 tíma. Flestir gengu að jafnaði til svefns milli kl. 11 og 12 að kveldi, margir kl. 10 og allmargir enn fyr, eða milli 9 og 10 að kveldi. Þingmenn og leikarar töldu sig sjaldnast komast í rúmið fyr en eftir miðnætti, þingmenn vegna kvöldfunda, leikarar vegna starfs síns í leikhúsunuw> En einn þingmanna lét þess getið í svari sínu, að sér þætti aldrei eins gott að fá sér blund eins og á þingfundum í neðri málstofunni — og þótti vel svarað. Ráðin við svefnleysi voru margvísleg, svo sem lestur í rúminu undir svefninn, hreint loft, íþróttir, sérstakt matarhæfi, líkamleg vinna, föstur, alt að 12 tímum áður en gengið er til hvíldar, alger útrýming kvíða og heilabrota undir nóttina o. s. frv., o. s. frv. Enn sem komið er vita vísindin harla fátt um eðli svefns- ins, orsakir hans og lögmál þau, er hann lýtur. Aðeins vita menn af eigin reynslu, að svefninn er einhverskonar orku- hleðsla, að með honum endurnýjast lífsaflið, og að án svefns getur enginn lifað til lengdar. Hitt er^ lítt rannsakað mál. hvort vér sofum of mikið eða of lítið. Ur því getur hver oS einn bezt skorið sjálfur með því að prófa sig áfram. Ef kenning Th. Stöckmann-Duisburgs er rétt og ef tekið verður að fara eftir henni í framtíðinni, mundi vökulíf manna lengi' ast við það um alt að einum sjötta hluta, en það samsvaraf um 4 vökustundum á sólarhring í viðbót á hvern mann 1 landinu, því að meðaltali munu menn hér á landi ekki sofa minna en 8—8V2 klukkustundir á sólarhring, þótt nokkraf séu undantekningar frá þessari reglu. Trúarbrögð Hvergi eru fleiri kynkvíslir saman komnar, oð Indlands. þlandaðar á allar lundir, en í Indlandi. Svo erfitt er að greina þar sundur þjóðerni og kynkvíslir, að In»' landsstjórn flokkar íbúana eftir trúarbrögðum en ekki þjóðerni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.