Eimreiðin - 01.04.1933, Page 33
‘EIMREIÐIN
Endalok.
]ames H. Jeans.
[Grein þessi er úr lokakafla bókarinnar „AI-
heimurinn umhverfis oss“ (The Universe Around
Us) eftir stjörnufræðinginn heimskunna James
Hopwood Jeans, og fæst af greininni gott yfirlit
um heimsskoöun höfundarins, eins og hún hefur
mótast viö rannsóknir hans. Hann hefur ritaö
fleiri merkar bækur um þessi efni, sem hafa
náö afarmiklum vinsældum. Aörir frægir stjörnu-
fræöingar hafa mótmælt skoðun Jeans, og hefur
á síöustu árum margt verið ritað bæði með henni
og móti, en Jeans varið skoðun sína með þeirri
rökfestu og samkvæmni í ályktunum, sem er
einkenni rita hans].
Sú kenning hefur rutt sér til rúms á síðustu árum og
er nú sönnuð með óyggjandi rökum, að efni alheims-
l?s gangi til þurðar, leysist upp til fulls og breytistj.í
^Seislan.
Ekki kveður mikið að þessu hér á vorri jörð, en meira
Par sem af meiri efnum er að taka og hitastig efnis er hærra.
^ólin vó 360 000 000 000 smálestum meira í gær en ndag.
1 sú feikna fúlga efnis hefur breyzt í orku á síðasta sólar-
/ln2, breyzt úr efni í ljóshafi sólar í geislaflóð, sem streymir
g Utn himingeiminn og þreytir þar skeið um allan aldur.
ama breyting efnis í útgeislan á sér stað í öllum stjörnum,
6nn meiri þó þar sem efnismagn er meira og hitastig hærra,
en annars minna. Einnig hér á jörðu vorri ónýtast efni, þótt
sé í miklum mæli. Margbrotnar efniseindir breytast stöð-
n) 1 fábrotnari efniseindir. Þannig breytist úran í helíum og
V, en nokkur hluti úranmálmsins breytist þá í geisla, sem
Ver*a út í himingeiminn. Jörðin léttist við þetta og þvílíkt
um 40 kg. á hverjum sólarhring.
n þá er að vita hvort fullkomin þekking á efnisheiminum
um leiða í ljós, að efnum þeim, sem þannig er sóað, muni
a safnað saman í annan tíma á öðrum stað eða ekki.
10