Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 36
148
ENDALOK
EIMREIÐIN
gerir það að vísu, en öllu heldur starf hennar: Óaflátanleg
breyting hennar úr nothæfri orku í ónothæfa orku. Fall ork-
unnar er lífgjafi alheimsins.
Vér höfum sagt að orkumagn alheimsins sé altaf hið sama,
en þar af má þó ekki álykta, að heimsrásin geti haldist
til eilífðar. Þegar lóðið í klukkunni] er runnið til botns, þá
hættir hún að ganga, en þó er óbreytt efnismagn hennar.
Svo er því varið með orkuna. Hún verður til, en ekki
nothæf.
Orkan getur ekki fallið til eilífðar. Lóðið sezt í klukkunni, og
orkan fellur að lokum til botns. Því er það, að heimur allur líð-
ur undir lok í fylsta skilningi. Fyr eða síðar rekur að því, að
síðasta eining orkunnar hafi komist á neðsta þrep nothæfrar
orku, og á samri stundu stöðvast hjartaslög alheimsins alls.
Orkan er að vísu til, en lífsþróttur hennar er horfinn með
öllu. Hún er þá hætt að breytast. Sköpunarmagnið er þrotið.
Hún er ekki framar starfsorka alheimsins. Munur hennar nú
og þá er eins og munur á straumþungu fljóti og stöðuvatni,
sem engar öldur hræra. Þegar vatnið er þangað komið, hættir
það að knýja aflvélar mannanna. Hitadauðinn, sem svo er
nefndur, bindur að lokum enda á alt.
Þessi er kenning hreyfifræði vorra tíma, og hún verður
ekki dregin í efa, með þeirri þekkingu, sem nú er til. Sann-
ast að segja er hún á þeim rökum reist, að vart er neina
leið að finna, til þess á hana verði ráðist. Þessi kenning úti-
lokar með öllu þá skoðun, að heimsrásin sé eilíf hringrás.
'Vatnið á jörðinni fer að vísu sífelda hringrás, og svo er um
fleira, en aðeins vegna þess að það er ekki heimur allur,
heldur aðeins lítill hluti hans, og eitthvað utan við farveg
þess heldur við hringrás þess. En alheimur getur ekki gengið
til eilífðar. Til þess þyrftu kraftar að streyma inn í
hann sí og æ, og þeir kraftar yrðu að koma frá upp-
sprettulindum utan við alheiminn, en hverjar væru þær? Hvar
væru þær? Hver skilur þær? Heimur, sem hefur notað til
fullnustu alla nothæfa orku, er þegar dauður.
Samlíking vor um fljótið, sem fellur til sjávar, skýrir þetta
íafnvel til fulls. Fljótið steypist með fossaföllum ofan úr fjöll*
unum. Þar af kemur hiti, sem hverfur að lokum í hitageisl-