Eimreiðin - 01.04.1933, Side 38
150
ENDALOK
EIMREIÐIN
Vmsum hefur þó komið til hugar, að hitaorka á lægsta
stigi kunni, þegar swo ber undir, að breytast á ný í rafeindir,
jákvæðar og neikvæðar — breytast í efni, suo að leikurinn
geti hafist á ný. Alheimur vor leysist sundur og breytist í út-
geislan, en upp af rústum þess heims, er líður undir lok,
ætla margir fram koma nýjan himin og nýja jörð. En ekki er
það stutt af vísindum vorra tíma. Verið getur að svo sé. En
hvað er unnið við eilífa endurtekningu sama stefs? Og hvað
er jafnvel unnið við eilíf tilbrigði þessa stefs?
Endalok alls verða þegar sérhver efniseind, sem getur ger-
eyðst, hefur gereyðst og orka þeirra hefur breyzt í hitaorku,
sem fer um heiminn alt til eilífðar.
En rúmið hitnar furðu lítið við gereyðing efnisins. Það
verður reginkalt eftir sem áður. Allur hiti, sem losnar úr
læðingi, þegar alt efni gereyðist, hitar rúmið aðeins V6000
hluta úr einu einasta hitastigi, og frostið í rúminu verður
sem áður 273 stig á Celcius, og rúmið verður niðdimt. A-
stæðan til þess, að gereyðing efnisins nær svo skamt að hita
rúmið, er aðeins sú, að rúmið er tómt að heita má. Allur
sá hiti, sem allur hinn mikli aragrúi sólna hellir út í himin-
geiminn um aldaraðir, hverfur sem dropi í botnlausa hít.
Slík eru í ljósi þekkingar vorra tíma endalok alls. Heimur
allur gengur til þurðar. Heimselfan fellur öll í dauðans haf.
Að síðustu er efnið horfið. Það hefur breyzt í ljós. Ljósið er
einnig horfið. Það hefur breyzt í hita, og hitinn er kominn
um alt. — Þegar svo er komið, þá er heimur liðinn undir lok.
Lauslega þýtt.
Ásgeir Magnússon.