Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 40
152
JÓLAGJÖFIN
EIMREIÐIN
því, að þeirri ánægju fylgdu bæði áhyggjur og hræðsla um
börnin, og það mundi nokkuð vega salt hvað á móti öðru.
Svona höfðu þau hokrað í öll þessi ár og komið prýðis-
vel saman. Þau höfðu ekki haft af neinum líkamlegum óþæg-
indum að segja, fyr en á þorranum í fyrra, að gigtarólánið
hljóp í Abigael — í öxlina og mjöðmina — já, mátti heita í
hana alla vinstra megin.
En Qrímur var vongóður um að það mundi lagast, og á-
stæðurnar voru að öðru leyti góðar. Hann átti kotið, laglegt
bú og átta hundruð inni hjá Magnúsi kaupmanni. Svo var
eitthvað af skildingum í handraðanum, svo hann leit ókvíðinn
til framtíðarinnar, og fanst að hinir bændurnir í dalnum
hefðu ekkert gert það betur. Hánn hafði ekki átt von á því
um morguninn, þegar hann var á leiðinni í kaupstaðinn, að
innieignin væri svo mikil sem raun varð á. Þetta ár hafði
orðið honum ærið kostnaðarsamt. Hann var búinn að sækja
lækninn einu sinni og kaupa fimm sinnum upp á gigtaráburð-
arglasið. Og svo þurfti hann að fá sér vinnukonu, því ekki
svo sem að gigtarfjandinn væri strax af rokinn.
En það var nú eins og annað lánið hans að ná í hana Sig-
nýju, sem var bæði þrifin og hugsunarsöm um búskapinn —
eins og hún ætti sjálf alt saman. Hún sparaði alt — sparaði
matinn við sjálfa sig, hvað þá annað. Kaupmaðurinn hafði'
líka klappað brosandi á herðar hans og sagt, að hann stæði
sig eins og hetja. O! ekki svo sem ég eigi einn þetta hrós
skilið, — eitthvað mætti Abígael fá af því«, hafði hann þá sagÞ
Þá varð andlit kaupmannsins bæði alvarlegt og góðmann-
legt í einu, og hann spurði hvernig Abígael annars liði.
»Svo er nú guði fyrir að þakka, að hún er skárri, en ekki'
líður sá dagur enn, að hún finni ekki einhversstaðar til og
það mikið*. »0! vesalingurinn*, sagði Magnús af meðaumk-
un. En svo var sem nýju Ijósi brygði fyrir í augum hans^
Hann brosti ísmeygilega og sagði, að víst ætti hún það skilið
að eignast fallega jólagjöf, og með það sama greip hann
undir handlegg Gríms og leiddi hann fram í búðina. »Hér
er hlutur, sem konu þinni mundi þykja vænt um að eignast,
og væri líka höfðingleg jólagjöf*, sagði Magnús og tók ljóm-
andi fallega saumavél, í glansandi kassa með gyltum rósum,