Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 48
J60
JÓLAGjÖFIN
EIMREIÐIN
Þá kom Signý í baðstofudyrnar og sagði: »Það er óþarfi
að rífast út af mér, ég er farin, og verið þið sæl, og ég
þakka fyrir mig«.
Enginn tók undir kveðju hennar, en Grímur bað hana að
bíða andartak. Hann tók peninga úr kúfforti og fékk henni.
»Þetta er of mikið, þar sem ég fer á miðju ári«, sagði
Signý. »Það er ekki þér að kenna, svo þú átt þitt kaup«,
sagði Grímur. »Svo skal ég lána þér skíðasleðann minn undir
dótið þitt«.
Þau hurfu fram úr dyrunum.
Þegar Grímur hafði látið dótið á sleðann, var hann hugsi
um stund. Svo gekk hann inn í bæinn og sagðist ætla að
ná í spotta. Hann fór inn í hlöðu, tók vélina upp úr heyinu
og vafði poka utan um. Síðan gekk hann til dyra. í bæjar-
dyrunum voru þau prestur og Abígael að tala saman.
Grímur tók þá pokann utan af gerseminni og mælti: »Þetta
er nú ólánseplið, sem öll þessi ósköp hefur skapað. Eg hef
ekki oft glatt konuna mína með jólagjöfum og býst ekki við
að reyna það oftar*. Hann gekk fram á varpann og setti
vélina á sleðann.
»Það er bezt, að þú, Signý mín, eigir þennan grip. Ég vil
ekki hafa hann í mínum húsum. Hann getur orðið þér til
gagns, þótt hann lánaðist ekki hérna í Hólshúsum*.
Roði hljóp yfir andlit Signýjar, og augun tindruðu. »É3
tek þetta ekki í mál«, sagði hún, »mér detfur ekki í hug að
þiggja þetta*.
»Þú getur selt skömmina, ef þú vilt ekki eiga hana. Það
getur orðið nokkur uppbót á atlætinu*, sagði Grímur.
Nv Signý strauk hendinni yfir augun, gekk svo til Gríms,
lagði handleggina um háls hans og kysti hann rembingskoss.
Þá heyrðist gráthljóð úr bæjardyrum. Abígael tók báðum
höndum fyrir brjóstið og hvarf inn í göngin. Prestur gekk
tíðum skrefum suður fyrir bæjarhornið. Signý hvarf með sleð*
ann fram af varpanum, en Grímur setti hendur á bak oð
rölti í áttina til hesthússins.
»Ég7er víst ekki borinn til höfðingsskapar?* tautaði hanm
Egill Jónasson.