Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 51
eimreiðin
ÚTFARIR
163
og tíðkuðust hjá Forngrikkjum og Rómverjum, Þegar kristnin
hóf göngu sína, börðust kristnir menn á móti líkbrenslu, og
útrýmdist hún þá alveg um langan aldur og var jafnvel ekki
talin nema heiðnum sæmandi. Það eimir enn eftir af þessari
skoðun, og það eru til trúflokkar, sem berjast með hnúum
°9 hnefum á móti líkbrenslunni.
Hjá frumstæðustu villiþjóðum er enn alsiða að gera hina
dauðu líkami fuglum merkurinnar að bráð, oft viðhafnarlaust,
en stundum samhliða hinum flóknustu helgisiðum.
I meðferð líka kemur oft fram ótrúlegt hugmyndaflug.
Tíbetbúar þektu t. d. aðferð til að þurka líkin og mylja þau
i fíngert duft. Duftinu var síðan stráð á akrana. Indíána-
bjóðflokkar í Suður-Ameríku fólu líkin í holum trjástofnum
°9 létu síðan fljótin bera trjábolina til sjávar. En hafið skil-
aði aftur feng sínum og gróf bolina seint og síðar meir niður
1 hina sendnu og gljúpu strönd. Þannig vísaði náttúran þeim
fcá leið, er síðar varð upptekin: að leggja líkin í skaut jarðar-
'nnar. Meðal Vischnu-áhangenda í Indlandi voru það talin hin
^estu helgispjöll, ef dauður líkami kom nálægt eða náði að
saurga fljótin, sem voru talin heilög. Þess vegna voru líkin
hrend og koluð, áður en þau voru grafin í jörðu. Indverskir
T>úddhatrúarmenn fylgja þeim sið, sem víðast tíðkast í Búddha-
ifúarlöndum, að grafa líkin. Þó var líkum minni háttar manna
fleygt í hið heilaga Ganges-fljót, og skolaði þeim þá oft
UPP að bökkum fljótsins aftur.
Aðferðir þessara þjóða, og fjölda annara, miða oftast að
kv* að fjarlægja hina dauðu líkami frá bústöðum hinna lif-
andi eða þá að hjálpa náttúruöflunum til þess að vinna á
heim á sem skemstum tíma.
í
r°tnun og tímans tönn, eins lengi og unt var. Egyptar voru
P° ekki einir um þessa skoðun. Persar og Assýríumenn tíðk-
u^u einnig að smyrja líkin, og Inka-grafirnar í Mexico og
svipaðar grafhvelfingar í Peru sýna, að einnig þar þektust að-
erðir til þess að varðveita lík frá rotnun, jafnvel öldum saman.
Það vill svo til, að til eru mjög nákvæmar lýsingar á þeim
a ferðum, sem Forn-Egyptar notuðu til að smyrja með lík
I þveröfuga átt gengu líksiðir hinna hámentuðu Forn-Egypta.
þeirra augum var alt undir því komið að varðveita líkin frá