Eimreiðin - 01.04.1933, Page 54
166
ÚTFARIR
EIMREIDIN
jafnvel í íbúðarherbergjum. Af líkum í heimahúsum getur
stafað hin mesta óhollusta, og gætir þess einkum í sumar-
hitum erlendis, ennfremur sótthætta, ef um næma sjúkdóma
hefur verið að ræða (svarti dauði, stóra bóla, kólera og tauga-
veiki). Þá ber einnig að gæta þess, að langvinn návist við
hina dánu, stundum sólarhringum saman í heimahúsum, hefur
oft mjög slæm áhrif á veiklað fólk, og gerir þannig ástvina-
missinn enn þá sárari og þungbærari en annars þyrfti að vera.
Allan óþarfa flutning á líkum á að forðast. Svonefndar hús-
kveðjur eiga algerlega að hverfa úr sögunni, og flutningur á
líkum í kirkju sömuleiðis, að minsta kosti í þeim kaupstöðum,
sem koma sér upp góðu líkhúsi.
Reykjavíkurbær fyrst og fremst, og einnig hinir stærri
kaupstaðir Iandsins, þurfa að eignast svo fljótt sem auðið er
lík-kapellur, sem séu svo vistlegar og smekklegar, að allir
megi vel við una, að lík framliðinna ættingja séu geymd þar
frá dánardegi til greftrunardags.
Alþingi hefur nýskeð látið fara frá sér stóran lagabálk uffl
kirkjugarða. Frumvarpið mun upphaflega vera samið af kirkju-