Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 60
172
HÉÐAN OQ ÞAÐAN
eimreiðin
Kenslukonan.
(Þormóður Kolbrúnarskáld).
Meðal allra, sem voru mér augnafró
var ein, sem var skygnust — og blindusí þó.
Meðal allra, sem gerðu mér yndisvart,
var ein, sem minn fiðlustreng næmast snart.
Meðal allra, er sýndu mér yl og vor,
var ein, sem að Ieiddi mig fegurst spor.
Meðal allra, sem vöktu mér ástar þrá
var ein, sem mig — stundum — fýsti að slá.
Meðal allra, sem margt hef ég um að segja,
var ein, sem kendi mér bezt — að deyja.
Kvöldræða Hallgerðar.
Mun það allra, eða einnar, saga?:
Á æfiferli gæfusnauðum
ýmsa fann ég, er mig girntust
— enga, er treysta mátti' í nauðum.
Snemma um mína breysku bernsku
blés frá kynnum hríms og snjða.
Vísir minn til ástaryndis
aldrei fékk við hlýju’ að gróa.
Móðursorgar hörðu heiftir
í hug minn kulda og trylling læddu.
Föðurástir fóru’ í molum;
falskan metnað vöktu’ og glæddu.
Sá var veginn, er ég unni,
af þeim, sem ég treysti’ og hylti,
Sá er mest sem mann ég dáði
við mína smán sinn drengskap gylti. —
Hjá Hrappi varð mér hentust æfi.
Af honum einskis góðs ég vænti
trausts, né skyns á andans eðli.
Engum vonum mig hann rænti.