Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 62
174
HÉÐAN OG ÞAÐAN
eimreiðiN
Það allra bezta.
(P. Verlaine).
Ó, minning, endurminning! Nú haustar, haustar að.
Nú heyrist ekki þrastarkliður lengur.
Nú styttist gangur sólar, nú visnar bjarkarblað,
og blærinn kólnar — svona eins og gengur. —
Við gengum tvö um engi og áttum sama mál
og eina þrá — sem líka hendir flesta.
Og augnráð hennar Iæsti sig inst í mína sál
með eina spurn: Hvað var þitt allra bezta?
Ei veit ég fegri röddu, svo hrein og hlý ’hún var.
Sjá, hennar spurn var augnráð — og brosið var mitt svar»
Á hönd ég hana kysti og hugði’ á fleira.
„Hin fyrsta angan blómsins mér unað mýkstan ber,
og enginn hreimur fegri’ en „já“ þitt reyndist mér,
í fyrsta sinn, er orð það barst að eyra.
Væringjar.
[Eftirfarandi kafli er í raun og veru inngangur að óprentuðu smásögu-
safni eftir rithöfund, sem ekki óskar að láta nafns síns getið, en hefur
valið máli sínu þessa fyrirsögn: Væringjar — smásögur frá ýmsum lönduW
— eftir einn þeirra. Ritstj.j.
„ Vildfágel har varken bo eller viv-
FbIcO islandica • Vildfagel iir dock ett hárrligt liv 1
Silfurgrái, flugfrái fjallavalur! Hve ég elska þig og finn til
með þér! Fráneygi sonur himinblámans og hárra tinda!
Hjartað grætur í brjósti mér yfir örlögum þínum! Því þau
eru einnig örlög mín. — Bróðir minn, lífstíðar-fangi! Víðblá-
ins veldi fékstu í vöggugjöf. Frelsisþrá og víkingslund að
erfðum. Og lífið hló við þér í ungu blóði þínu og æskuheitd.
er sólhlýr sunnanvindur lyfti þér hátt á örmum sér einn ný'
fæddan sumarmorgun, og þú sigldir öllum tindum ofár.
Langt fyrir neðan þig lá jörðin frjósöm og græn í faðtfi