Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 64
176
VÆRINGJAR
EIMREIÐIN
Ég las þessi vísuorð í sænsku jólablaði á norskri sjómanna-
siofu í Skotlandi eða Belgíu fyrir mörgum, mörgum árum.
Og síðan hef ég aldrei gleymt þeim. Sjálfur var ég þá »Vild-
fágeU, og flugfjaðrir mínar óðum að vaxa. Og villifugl hef
ég verið ætíð síðan.
Vér eigum það allir sammerkt, væringjarnir, að flugþráin
ær oss í blóðið borin. Væringinn fæðist væringi.
„Hann sfendur hér enn, sem hann stóö hér fyr
með stórgerðan vilja, þögull cg kyr
og Iangferðahugann við lágreista bæinn".
En flugið er langt, og vegir hans liggja víða. Útþráin ólgar
í ungu blóði hans. Og flugið og frelsið er honum lífið sjálft.
»Ett hárrligt liv!« — — —
Vegmóðu væringjar! Víðsvegar um heim hef ég mætt yður.
Hjá mörgum yðar var blóðið enn ungt og heitt, og væng-
irnir flugfráir. Og hugur yðar þyrstur í æfintýr. En margir
yðar voru líka særðir. Helsærðir. Og líf þeirra dvínaði og
draup í rauðum dropum við hvert vængjatak.
„Sé eyjunni borin sú fjöður, sem flaug,
shal hún fljúga endur til móðurstranda".
En leiðin er löng. Og spor væringjans um höf og heima
mást. Enginn sér né veit, hvar hann hnígur að lokum: vestur
undir Klettafjöllum, suður á gresjunum í Argentínu, austur a
Indlandsströndum, suður í Höfðaborg, víðsvegar um Norður-
•álfu og höfin öll heimsskautanna milli.
„En heim snýr hans far. — —“
Lífs eða liðinn snýr væringinn heim aftur.
Allir væringjar halda heim að lokum.