Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Side 74

Eimreiðin - 01.04.1933, Side 74
186 ÞJÓÐERNISST. í ÞVZKUM BÓKM. eimreiðin stríð, að fá sér atvinnu fyrir utan landamæri Þýzkalands, í nýlendunum í Suður-Afríku, en rekst þar alstaðar á pólitísku landamærin, sem deila jörðinni. Eftir stríðið kemst hann heim og deyr í baráttu fyrir stjórnmálahugmyndum sínum. Þá ber að nefna Paul Ernst, sem hefur farið sömu leið og August Winnig, frá róttækum hugsjónamanni til þjóðernis- sinna og yrkir í »Kaiserbuch* um hið þýzka keisaraveldi mið- aldanna. Og við hliðina á honum Erwin Kolbenheyer, sem dregur líf þýzku þjóðarinnar á miðöldum ljóslifandi fram í skáldsögum sínum. Auk þessara höfunda ber að nefna marga höfunda, sem enn eru á æskuskeiði, en eiga bjarta framtíð fyrir sér. Joseph Magnus Wehner er af kaþólskri bændaætt. Guðhræðsla og átthagaást eru honum því ekki vandamál, heldur meðfædd sannfæring. Þetta skáld hvessir augun á dýpstu rætur þjóðar sinnar, uppruna hennar og eðli, og lýsir þýzku þjóðlífi í skáld- sögunni »Der blaue Berg«, en reynir að draga huluna af Þýzkalandi, sem berst fyrir tilveru sinni á vesturvígstöðvunum (»Sieben vor Verdun*). »Hér er barist, ekki einungis um líf og lífsrétt, heldur um þýzkt eðli, þýzka sál og þýzka lífsskoð- un. Þessvegna er þessi barátta svo hörð. Hún er háð vegna hinna æðstu verðmætat. — Hanns Johst er einnig af bænda- ættum. Hann nýtur vinsældar vegna skírleiks tilfinninga sinna, sem brjótast fram með ástríðufullum hita og krafti í leikritum hans og ljóðum. Innilega bundinn við átthaga sína í Norður- þýzkalandi er Friedrich Griese. Lýrisk kvæði, sem þrungin eru af náttúrukend og trú, hefur Richard Billinger ort. Hann túlkar lífið í gömlu sveitaþorpi, sem stjórnast af gömlum sið- um og enn eldri tilfinningaöflum. Astríða logar í sumum kvæðum hans, en guðhræðsla ríkir í öðrum og auðmýkt fyrir réttvísi eilífðarinnar. Og það er trúræknin, sem felst í öllum þessum nýja skáldskap, sem við megum ekki ganga fram hjá, og sízt hjá hinu fræga lýriska skáldi Stefan George, sem er kennari og fyrirmynd allra hinna ungu skálda. Þegar við virðum fyrir okkur þessa nýju stefnu yfir höfuð, sjáum við, að fljótið, sem sameinar í sér allar þessar mismun- andi uppsprettur, er straumþungt og voldugt. Stefna þess er einkennandi fyrir Þýzkaland. Markmiðið er fullkomið vald yfir málinu og hreinn stíll, ströng sjálfsþekking, virðing fyrir kostum manna og dugnaði, leit að sannleika og hreinleika, meðvitund um hin instu sambönd milli blóðs og jarðar, ör- laga og guðs, og, síðast en ekki síst, viljinn til að leiða þjóð- ina til þroska og einingar. Reykjavík, í marz 1933.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.