Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 85
EIMREIÐIN
HREINDVRAVEIÐAR
197
hreindýrsbelginn og svaf frá náttmálum til dagmála og leið
m)ög vel, eins og hann væri í bezta rúmi. Svo vel skýldi
hreinbelgurinn honum fyrir vetrarkuldanum.
öm 1880 var Stefán Rafnsson, þá bóndi á Tóvegg í
Kelduhverfi, á hreindýraveiðum, og með honum Þorlákur
bóndi í Hlíðarhaga. Stefán skaut á stórt graðdýr og særði
t>að- Tók dýrið á rás, og elti hann það á fæti. Þegar dýrið
hafði hlaupið nokkurn sprett, snéri það á móti Stefáni, reis
UPP á afturfæturna og lamdi hann undir sig með framfótun-
Um, en féll um leið dautt niður ofan á hann. Mátti Stefán
SI9 hvergi hræra. Þorlákur kom þá þar að, dró dýrið ofan
af honum, og hafði Stefán ekki sakað.
Jósafat hét maður og átti heima í Ási í Kelduhverfi. Var
hann skytta góð og á bezta aldri þegar þessi saga gerðist. Eitt
haust fór hann í göngur með Birni bónda á Meiðavöllum, og
hafði byssu sína með sér. Hittu þeir félagar hreindýrahóp,
°9 skaut Jósafat á stórt graðdýr og særði það. Björn var
har nærstaddur og reið á eftir dýrinu. Dýrið snéri á móti
hestinum og réði á hann. Björn fleygði sér af hestinum og
reði á dýrið og ætlaði að snúa það niður á hornunum, en
dýrið brá hornunum undir hann og vó hann upp á þeim og
h'ióp á stað sem laust væri og stefndi beint á Jökulsá, þar
Sem að henni voru djúp hamragljúfur. Jósafat þótti nú sýnt,
aó dýrið mundi granda Birni, ef ekki væri að gert. Hljóp
uann því á bak hesti sínum og reið á eftir dýrinu, og var
ehki meira en svo áð hann hefði við því. Þegar hann var
°minn í skotfæri við dýrið, hljóp hann af baki og skaut
Jvrið undir Birni. Var það þá komið í námunda við árgljúfrin.
r-hki sakaði Björn neitt, en þetta þótti mjög vasklega gert
af félaga hans.
Sigurpáll var maður nefndur og var Árnason. Bjó hann í
kógum í Reykjahverfi. Eitt haust býr hann ferð sína norður
Vf>r Reykjaheiði og að Fjöllum í Kelduhverfi. Á leiðinni
norður, í svonefndu Jóhannsgili, hitti hann á fjallagrös mikil,
>nir þar væna hrúgu af grösum, skilur tínuna eftir og ætlar að
aka hana á heimleiðinni. Segir nú ekki af ferðum hans fyr en
ann kemur að fjallagrösum sínum á heimleið. Sér hann þá að
Srösin eru að mestu horfin. En rétt hjá liggur hreindýr og sefur