Eimreiðin - 01.04.1933, Qupperneq 87
eimreiðin
HREINDVRAVEIÐAR
199
svo hart í fang þeirra bræðra að þeir komu ekki skoti á þau
°8 töpuðu þeim suður á heiðina. Sneru þeir þá aftur heim-
leiðis og þótti för sín ekki góð, -- hestarnir orðnir þreyttir
°9 veiðin engin. En þegar þeir 'komu suður á heiðina, hitta
þeir Sigurgeir bróður sinn. En hann þá að enda við að gera
til tvö hreindýr, sem hann hafði skotið úr sama hópnum, sem
þeir bræður höfðu lengst elt og tapað af. Var ekki laust við
að Sigurgeir gerði gaman að ferð þeirra bræðra sinna og
þeysireið þeirra. Urðu þeir nú allir samferða heim og fluttu
^eð sér dýraslátrin.
Þess er getið, að einu sinni voru þeir á hreinaveiðum á
Reykiaheiði ]akob Pétursson á Breiðumýri í Reykjadal og
Magnús Jónsson á Sandi í Aðaldal. Þó læt ég það ósagt, að
Magnús hafi þá verið farinn að búa á Sandi, en þar bjó
hann lengi seinni hluta æfi sinnar. Þeir félagar hittu karldýr
e'tt austur við Jökulsá og lentu í eltingum við það. Ekki er
þess getið, hvort þeir voru búnir að særa það eða ekki, en
svo fóru Ieikar, að dýrið réðist á Jakob, tók hann upp á
kornunum og stefndi til árinnar. Jakob kallaði þá til Magn-
úsar og biður hann í guðanna bænum að reyna að skjóta
dýrið. Magnús skaut á eftir dýrinu upp á tvær vonir, því
tærið var langt, og eins miklar líkur til að hann hitti félaga
s'in sem dýrið. En skotið hitti, og dýrið steyptist áfram og
var þegar dautt, en Jakob sakaði ekki. Þakkaði hann Magnúsi
Vel skotið og kvað hann hafa bjargað lífi sínu.
Frá því er sagt að eitt sinn hafi nokkrir veiðimenn hitt
þreindýr eitt við Eilífsvötn, en mistu það í vötnin og synti
það yfjr þau. Riðu þeir þá fyrir dýrið og bönnuðu því land-
<öku. Það synti þá aftur þvert yfir vötnin. Er svo sagt að
svona hafi það farið fjórum sinnum áður en mennirnir gátu
Vfirunnið það, og mun það þá hafa verið orðið örþreytt af
sundförunum.---------— —
Að lokum vil ég þakka öllum þeim, sem hafa gefið mér
uPplýsingar um hreindýraveiðar. Sér í lagi þakka ég þeim
Ólafi Jónssyni bónda á Fjöllum í Kelduhverfi og Pétri Jóns-
syni bónda í Reykjahlíð við Mývatn, sem hafa lagt á sig erf-
'ði við að safna ýmsum upplýsingum um framanritað málefni.