Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 91
eimreiðin
FERÐ I' HALLORMSSTAÐASKÓG
203
sem þessi segulmagnaða þagnarorka eða — geislan fjallanna
er mjög sterk. Svo er t. d. í Brúarskörðum upp af Biskups-
tungum og í dal þeim austan Hagavatns, sem liggur upp í
Langjökul.
Nú er svo komið að unt er að ferðast með bíl alla leið
frá Reykjavík norðurleiðina alt austur að Grímsstöðum á
Fjöllum. Eftir örfá ár verður orðið bílfært alla leið austur á
Fljótsdalshérað. Með þessum bættu samgöngum á landi kemst
Lið einangraða Austurland í nýtt samband við aðra hluta
landsins, og ferðafúsu fólki munu opnast nýir heimar. Þegar
bílvegakerfið er komið um alt land, mun ferðamannastraum-
ufinn frá útlöndum enn aukast, en auk þess munu lands-
fnenn sjálfir fjölga innanlandsferðum sínum, í stað þess að
leita til útlanda sér til skemtunar og kosta til miklum tíma
°3 miklu fé, sem rennur út úr landinu. Mývatnssveit, einhver
^e9ursta sveitin á landinu, er nú þegar komin í samband við
bilvegakerfi landsins. Fljótsdalshérað kemst það áður en langt
um líður.
Fljótsdalshérað hefur löngum verið talin fegurst og blóm-
legust sveit Austurlands — og Hallormsstaðaskógur við Lag-
arfljót fegursti blettur þessa fagra héraðs. Hallormsstaðaskóg-
ur hefur verið helgistaður Austurlands að sumrinu. Menn hafa
farið þangað einskonar pílagrímsferðir af öllu Austurlandi um
belgar hvert sumarið eftir annað, og á flötinni við Atlavík er einn
ebalsamkomustaður þessa landshluta. Eftir nokkur ár verður
Fljótsdalshérað eitt af fjölsóttustu héruðum landsins, og Hall-
°rmsstaður ekki síður takmark og aðdáunarefni öllum nátt-
ú/uvinum, erlendum sem innlendum, en Gullfoss, Fljótshlíð,
Asbyrgi eða jafnvel Þingvellir eru nú. Til héraðs liggja leiðir
úr öllum Austfjörðum. Fyrir Reykvíkinga mun sem stendur
fliótfarnast sjóleiðina til Reyðarfjarðar eða Seyðisfjarðar, síðan
írá Reyðarfirði með bíl, en frá Seyðisfirði ríðandi, til Héraðs.
Landleiðin um Vatnajökulsveg mundi þó ef til vill fljótfarn-
ari. Fræg er ferð Árna Oddssonar lögmanns, árið 1618, sem
sagan segir að riðið hafi af Jökuldal og á Þingvöll, um fjall-
Ve9 og Sprengisand, á þrem dægrum (Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar II, bls. 122 — 5). Hofoed-Hansen skógfræðingur fór
bessa leið árið 1912 og var aðeins rúma 4 sólarhringa frá