Eimreiðin - 01.04.1933, Page 92
204
FERÐ í HALLORMSSTAÐASKÓG
EIMREIÐIN
Fjárrekstur af Héraði á Seyðisfiröi.
Brú á Jökuldal að Skriðufelli í Þjórsárdal. En ekki mun
þessi fáfarna leið, enn sem komið er, öðrum hæf en vönum
ferðamönnum og röskum.
Vér skulum leggja af stað frá Seyðisfirði, og þá auðvitað á
hestum, og nú er förinni heitið í Hallormsstaðaskóg. Um tvær
leiðir er að velja: Fjarðarheiði og Vestdalsheiði. Vér veljum
að þessu sinni Fjarðarheiði. Það er um miðjan júlímánuð,
rétt um það leyti sem aðeins er tekið að bregða birtu um
lágnættið, meðan sólin hraðar för sinni í norðri að baki
Qrýtu og Brimnesfjalls og er áður en varir komin upp í
norðaustri. Snemma er vaknað og hugað að veðri, því mikið
er undir því komið að veðurútlit sé gott þenna hátíðisdag,
sem ef til vill er eini ferðadagurinn á sumrinu og eini dag-
urinn, sem öll venjuleg störf, sveitar- og sjávar, eru lögð
á hilluna. f ,
„I morgunljomann er Iagt ar stað.
Alt logar af dýrð, svo vítt sem er séð“.
Engin farartæki, sem mannlegt hyggjuvit hefur enn upp
fundið, jafnast á við fákana, »hina lifandi vél«, sem >logar