Eimreiðin - 01.04.1933, Page 96
208
FERÐ í HALLORMSSTAÐASKÓG
EIMREIÐIN
Ferðafólk í Hallormsstaðaskógi.
inn blár og heiður, en sólin hellir geislum sínum um greinar
og laufskrúð, lundi og rjóður, og vefur alt í margbreytilegan
litaljóma. Lagarfljót liggur, eins og geysistór spegilflötur, á
aðra hönd, en skógi klæddar hlíðar á hina. Fljótið er hér tvo
og hálfan kílómetra á breidd og er miklu líkara firði eða
stöðuvatni en fljóti eða á. Vart getur að líta fegurri sveit en
Skóga í sólskini og kyrru veðri. Svo kvað Matthías:
Sit ég og sé, hvernig sólin sindrar, —
sit hér í skóginum við Hallormsstað.
Ljómandi fegurð! í ljósi tindrar
limið á kvistunum, en skelfur blað!
Op niðr að Leginum þarna — þarna!
þar fann ég lund, sem mér geðjast að.
Sit því og sé, hvernig sólin sindrar,
sit hér í skóginum við Hallormsstað.
Og þó er hér ef til vill aldrei fegurra en um húmaðar næt-
ur í júlí.
Hallormsstaðaskógur er nú um 600 hektarar að flatarmáli
og breiðist út með hverju ári, síðan hann var friðaður árið