Eimreiðin - 01.04.1933, Page 98
210
FERÐ í HALLORMSSTAÐASKÓG
EIMREIÐIN
Hvild í skóginum.
taldir elstu hlutar skógarins. Atlavík er öllum kunn, sem
komið hafa á samkomur Héraðsbúa. Fljótsströndin liggur þar
í fagurlega gerðum boga, og eru umhverfis víkina skógi
vaxnar brekkur, en niður við ströndina stór, grasi vaxin flöt,
sem er ágætur samkomustaður. Eru þar ræður fluttar, íþróttir
háðar, samsöngvar haldnir og loks danz stiginn, unz menn
taka að týgjast til heimferðar.
Þeir, sem hafa nægan tíma til umráða, munu varla láta sér
nægja einn dag í Hallormsstaðaskógi. Þeir munu og vilja fara
upp í Fljótsdal, sem einnig er annálaður fyrir náttúrufegurð,
koma að Hengifossi og jafnvel eitthvað inn á öræfin. Úr af-
réttum Fljótsdæla er stutt að Snæfelli, en þaðan mun víðsýa'
mikið og fagurt um að litast. Sveinn læknir Pálsson er sa
fyrsti, sem menn vita til að reynt hafi að ganga á fjallið. Það
var 2. september 1794. En hann komst ekki alveg upp. Guð-
mundur Snorrason frá Fossgerði, þá í Bessastaðagerði 1
Fljótsdal, komst fyrstur manna svo vitað sé alla leið upp a
tindinn. 23. ágúst 1880 fóru nokkrir Fljótsdælir o. fl. upp á
fjallið, og síðan hafa menn stöku sinnum klifið fjallið. Hunn-
ust er ferð þeirra Þorsteins Gíslasonar, Emils Jónassonar og