Eimreiðin - 01.04.1933, Side 101
EIMREIÐIN FERÐ í HALLORMSSTAÐASKÓG 213
í nótt má sjá mannaferðir miklar um Hérað. Hóparnir
hverfa í ýmsar áttir: upp til Fljótsdals, út á Völlu, inn til
Skriðdals og í allar áttir aðrar. Vér, sem lengra erum að,
höldum áfram ferðinni — og nú er ekki farin Fjarðarheiði,
heldur Vestdalsheiði. Dalurinn Héraðsmegin á leiðinni frá
Eiðum er langur, en heiðin þeim mun styttri. Á austurbrún
heiðarinnar er hvílt alllengi. Seyðisfjörður Iiggur eins og tröll-
aukin gjá við fætur vora, sjórinn er spegilsléttur og fagurtær
í>l að sjá ofan úr hæðunum. En að baki liggur Fljótsdals-
hérað í sólmóðu morgunsins. Q
Milli skúra.
Enn kemur þú, sól, með kærleik þinn
og kossinn á vanga mína.
Ég ástúð og hiýju um mig finn,
og alt, sem er dapurt, flýr um sinn. —
í hæðirnar lyftist hugur minn
við himneska geisla þína.
Þú gefur mér ljós og iíkn í hðnd
sem lækning við hjartans sárum. —
Hve oft er ég vilt og veglaus önd,
og vonleysið byrgir hverja strönd. —
En — nú finn ég kvíðans bresta bönd
og bæn verða’ í öllum tárum.
Nú hverfur og gleymist heimsins tál,
ég hlusta, og söngvar óma.
Guðs dýrð er að faðma seka sál,
hver sólargeisli er kærleiksbál.
Frá hjartanu líður lofsöngsmál,
og Iifandi strengir hljóma.
Halla Loftsdóttir.