Eimreiðin - 01.04.1933, Side 102
Verðlaunasögur „Eimreiðarinnar“ 1933.
EIMREIÐIN
Upprisa.
Hringver heitir bygðarlag eitt móti opnu hafi. Þar eru þrír
bæir, og liggja lönd þeirra að sjó — Mikli-teigur, Minni-
teigur og Minsti-teigur. Bæirnir eru svo nálægir hver öðrum,
að túnin liggja saman. Engjar jarðanna eru að sumu leyti
milli hafsins og bæjanna, en að sumu leyti í brekkum hæða,
sem smám saman hækka til hálsa og fjalla. Vættir veðrátt-
unnar sitja þar á seiðhjöllum mestan hluta ársins og veifa
þaðan héðni um höfuð íbúa Hringvers. En úti fyrir land-
steinum gemsar aldan og geispar, eða stendur á öndinni,
eftir því sem hún er fyrir kölluð ellegar skapi farin. Út frá
bygðinni báðu megin liggja strandlengjur, óbjörgulegar og
sæbrattar. Á þeim ströndum eru litlar festifjörur, og skolast
þess vegna reköldin inn í Hringver, og þar kastar bylgjan,
með aðstoð stormsins, unnvörpunum á land fyrir fætur
Teigabúanna.
Bæirnir eiga rekann í sameining — ef eining næst um hann.
Mikli-teigur á hálfan að fornu fari. En hinir Teigarnir hálfan.
Sú siðvenja hefur skapast, líklega sjálfkrafa, að rekinn er
genginn að handahófi, og öðlast sá er fyrst finnur smávægi
öll: flöskur, fugl, kóp og hnísur. Vegna þessarar venju keptist
hver ábúandi við annan að verða fyrstur á fjöruna, þegar
slotaði haf-viðrum. Svo ramt kveður að þessari samkepni, að
stundum var genginn rekinn á náttarþeli, frá einum bæ eða
öllum. Sannaðist þar og þá hið fornkveðna mál:
>Ég skal finna þig í fjörunni, karl minn«.
Áður en »heiminum fór að hraka«, gerði gæfan það að
gamni sínu fyrir Hringvers-bændurna, að skipa hafi og álands-
vindi að kasta á Hringversfjörur brennivínflösku, einni oQ
einni. Slík sending var kölluð guðsgjöf þar í verinu. Stundum
var flaskan hálf, stundum nærri full — eftir því sem lá á
gjafaranum. Þegar þær sendingar komu, varð finnandanum
lofgerð á vörum, þó að annars væri bænrækni og þakkargerð