Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1933, Side 102

Eimreiðin - 01.04.1933, Side 102
Verðlaunasögur „Eimreiðarinnar“ 1933. EIMREIÐIN Upprisa. Hringver heitir bygðarlag eitt móti opnu hafi. Þar eru þrír bæir, og liggja lönd þeirra að sjó — Mikli-teigur, Minni- teigur og Minsti-teigur. Bæirnir eru svo nálægir hver öðrum, að túnin liggja saman. Engjar jarðanna eru að sumu leyti milli hafsins og bæjanna, en að sumu leyti í brekkum hæða, sem smám saman hækka til hálsa og fjalla. Vættir veðrátt- unnar sitja þar á seiðhjöllum mestan hluta ársins og veifa þaðan héðni um höfuð íbúa Hringvers. En úti fyrir land- steinum gemsar aldan og geispar, eða stendur á öndinni, eftir því sem hún er fyrir kölluð ellegar skapi farin. Út frá bygðinni báðu megin liggja strandlengjur, óbjörgulegar og sæbrattar. Á þeim ströndum eru litlar festifjörur, og skolast þess vegna reköldin inn í Hringver, og þar kastar bylgjan, með aðstoð stormsins, unnvörpunum á land fyrir fætur Teigabúanna. Bæirnir eiga rekann í sameining — ef eining næst um hann. Mikli-teigur á hálfan að fornu fari. En hinir Teigarnir hálfan. Sú siðvenja hefur skapast, líklega sjálfkrafa, að rekinn er genginn að handahófi, og öðlast sá er fyrst finnur smávægi öll: flöskur, fugl, kóp og hnísur. Vegna þessarar venju keptist hver ábúandi við annan að verða fyrstur á fjöruna, þegar slotaði haf-viðrum. Svo ramt kveður að þessari samkepni, að stundum var genginn rekinn á náttarþeli, frá einum bæ eða öllum. Sannaðist þar og þá hið fornkveðna mál: >Ég skal finna þig í fjörunni, karl minn«. Áður en »heiminum fór að hraka«, gerði gæfan það að gamni sínu fyrir Hringvers-bændurna, að skipa hafi og álands- vindi að kasta á Hringversfjörur brennivínflösku, einni oQ einni. Slík sending var kölluð guðsgjöf þar í verinu. Stundum var flaskan hálf, stundum nærri full — eftir því sem lá á gjafaranum. Þegar þær sendingar komu, varð finnandanum lofgerð á vörum, þó að annars væri bænrækni og þakkargerð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.