Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 108
220
UPPRISA
EIMREIÐIN
um hann virki, ef ekki vill betur til«. Birna maelti og strauk
um vanga sonar síns: >Eg er svo skjálfandi hrædd um, að
þetta heimilislíf svifti þig allri æskugleði, elsku góði«. Bjarni
svaraði: >Láttu mig nú fá eitthvað að eta, móðir mín. Eg er
orðinn svangur*. Birna tók til matinn, en Bjarni tók upp
þráð samræðunnar. »Svo að hann hélt að húsin fykju opin,
vegna vangæzlu minnar, og féð færi út í veður og vind. Datt
honum fleira í hug viðlíka sennilegt?* »Já, hann var eitthvað
að tauta um, að hann hefði heitið á Strandakirkju, ef brenni-
vín kæmi nú í garðinum á rekann, og að þeir hérna í grend-
inni mundu stela því. Hafa nokkrir togarar verið hér úti fyrir
nýlega, svo að þér sé kunnugt?* »Já, nýlega voru þeir á
sveimi, og ekki væri það ómögulegt, að frá þeim kæmi flaska,
án þess Strandakirkja ætti hlut að máli. Eg skal fara snemma
á fætur og athuga það með morgunsárinu, ef veðrinu slotar«.
Bjarni tók nú til matar síns, en Birna mælti: Ojá, ég var að
kvarta undan hávaða stormsins. Það var óþol og ekki annað.
Reyndar er þögnin verri en háreystin, ég á við dauðaþögnina
í einverunni. En þá horfi ég inn í eldinn og orna mér við
hann. Er það ekki svo, að þjóðflokkur suður í löndum trúi á
eldinn og annar á sólina. Það er mér sagt«. »Það er ekki
svo vitlaust*, mælti Bjarni. »Þá er trúað á birtuna og ljósið.
Þar hafa þeir að minsta kosti hitann úr, sem ekki hafa nóg
af honum í sjálfum sér«.
Stormurinn var í uppnámi alla nóttina, en féll um sjálfan
sig undir morguninn. Bjarni reis úr rekkju fyrir dag og
skundaði á rekann. Hann kom heim, þegar bjart var orðið.
Birna sat á stóli við rúm Torfa bónda og fléttaði hár sitt.
Hann lá í bobba og byrgði niðrí sér andann. Húsfreyja leit
á Bjarna, þegar hann kom inn, og spurði hann með augum
og tungu: »Þá ert þú kominn af rekanum. Fanstu nokkuð
fémætt?«
Bjarni leit til föður síns og mælti: »Ekki get ég neitað
því, svolítið fann ég, þó litlu næmi«. Hann mælti þetta í drýg-
indalegum róm. Dauðýflið í rúminu kiptist við og rétti úr sér.
Birna mælti: »Hvað fanstu, Bjarni minn?« »Ég fann kassa,
kassa með áletrun, stórum stöfum*. »Hvernig var sú áletr-