Eimreiðin - 01.04.1933, Qupperneq 109
eimreiðin
UPPRISA
221
un?« spurði Birna. »Það gat ég ekki séð með fullri vissu í
uiyrkrinu, mamma. En mér sýndist vera á honum tvöfalt vaff,
h, i, s, k og tvöfalt i«.
Torfi hnykti sér til í rúminu, spyrnti í gaflinn og tók í
rúmstokkinn annari hendi, hvesti augun á son sinn og mælti:
Hvað sagðirðu, drengur? Fanstu kassa, sem viskí gæti verið í,
rekinn af sjó ?« Bjarni horfði í augu föður síns og beit á vörina.
»]á, ég sá kassa með letri, sem gæti verið dýrmætur, ef
sem vín gæti verið í«.
Torfi reis nú upp í rúminu og brýndi röddina. »Þú segir,
sem vín gæti verið í. Skoðaðirðu ekki í kassann? Var hann
lokaður? Var hann þungur?« »Það rannsakaði ég ekki; hann
lá í flæðarmálinu og ekki gott að snuðra þar, sem aldan gekk
upp 0g ofan«. »Svo að þú hefur þá ekki snert á kassanum,
ekki bjargað honum. Skárri er það nú frammistaðan. Og
betta er sonur þinn, BirnaU Torfi greip í handlegg hennar.
»Þú ert þó manneskja. En ungdómurinn! aumt er að vita,
kvernig hann er orðinn, hugsunarlaus, framtakslaus. Gat þér
bá ekki dottið í hug, drengur, að helvítis rekaþjófarnir hérna
á næstunni mundu þefa þetta uppi og hremma kassann?
Datt þér það ekki í hug?« Bjarni þreif um úlflið föður síns
°9 sleit hönd hans af handlegg móður sinnar og mælti: »Eg
kélt að þú hefðir gaman af að bjarga þessu rekaldi og vildi
ekki taka það frá þér«.
»Ertu að spotta mig, strákurinn þinn, storka mér, vesal-
'n9num? Það er ekki víst, að þér verði kápan úr því klæð-
>nu. — Hvar eru fötin mín, kona?« Hann kastaði ofan af sér
Sænginni og snaraði sér framan á. »Upp, upp, mín sál og alt
mitt geð«. »Fötin eru vís«, mælti Birna. »Þau skulu koma
sIrax. Sokkarnir eru undir höfðalaginu. Skórnir skulu verða
taks eftir augnablik*. Torfi þreif sokkana. »Bjarni! er
Gráni á járnum?* »]á, hann er skaflajárnaður. Ég skal
*e9gja við hann og á hann. Ekki skal standa á því«. »Það
Var þó mikið, að þú hafðir hugsun á því. ]æja, ég ríð á
rekann. En ef þetta er hégómi og ef ég gríp í tómt, þá, þá
áreP ég mann, þá drep ég þig, Bjarni*. »Við sjáum nú til«,
svaraði Bjarni. Hann fór eftir hestinum, en Torfi klæddi sig
1 snatri. Þegar hann kom út á hlaðið, var reiðhesturinn þar