Eimreiðin - 01.04.1933, Side 111
eimreiðin
UPPRISA
223
2ekk til fjárhúsanna. Þau voru opin, nema lambhúsið. Þar var
hurð í hálfa gátt. Hún opnaði það og gekk inn. Lömbin stóðu
við garðann og úðuðu í sig hey. Hún steig upp í garða-
höfuðið og inn í hlöðudyr. Kallaði inn og mælti: »Er Bjarni
þar?c Hann kom í hendingskasti. »Hvað er um að vera,
®amma? Þú hér aldrei þessu vön?c »Mér er svo óróttc,
svaraði hún, »nú getur hann komið hvað af hverju, hann reið
svo hart. Og ef hann verður út-hverfur, þá verður þú að
vera heima og við að mæta honum bæði«. Bjarni mælti þýð-
Utn róm: »Farðu heim, góða, og ornaðu þér við eldinn, ég
^em svo að segja strax; kallaðu til mín ef þú sér til hans,
nú þegar þú kemur út. Ég kem að vörmu spori*. Birna gekk
fram eftir garðanum og út í dyrnar, staðnæmdist þar og beið
sonar síns. Hann kom þannig, að hann gekk aftur á bak
eftir garðanum með heyhneppi í fanginu og gaf í garðann.
Að því búnu kom hann til móður sinnar, tók í hönd henni
°9 leiddi hana heim á leið. »Þér er kalt, mamma, þú hálf-
skelfur, sem von er, í þessari morgunnepju, en þú kulsæl frá
eldinumc. Hún gegndi ekki. Þau horfðu út til sjávarmálsins,
bar sáu þau dökkleita þúst á hreyfingu. »Við skulum ganga
tnu, mamma, og orna okkur. Það er ekki gott að vera loppinn
fcegar svona stendur ác. Þau gengu inn að eldinum og ætluðu
húsbónda tímann til heimferðar. . . . Tík, sem lá á hvolpum,
baut^'upp og út með gjammi. »Nú kemur hann«, mælti Bjarni.
*Við skulum ganga út og —-«. Hann stýfði setninguna.
Þegar þau komu út á hlaðið, sáu þau og heyrðu til Torfa.
Hann reið allhart og kvað við raust vísu. En sá var háttur
tans, þegar vel lá á honum:
„Hávær bylgja rís á rönd,
rösk að beita afli,
þjappar fast að þöngla strönd,
þar er líf í tafli:
Og þar er líf í tafli
Torfi bóndi reið í hlaðið, steig af baki og gekk til konu
sinnar. >Nú er ég þá kominn heim úr langferð, og langt er
stðan ég hef séð þig, það er að segja, litið þig réttu auga.
Hei log sæl Birna húsfreyja í Mikla-teigi*. Hann rak að henni
fembingskoss. »Og sæll Ðjarni minn«.