Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 112
224
UPPRISA
EIMREIÐIN
Birna stóð með hendurnar undir svuntu sinni og hreyfði
hvorki legg né lið. Hún vissi naumast hvaðan á sig stóð
veðrið — þessi barkagola bóndans. Torfi vatt sér við að
hestinum, spretti af honum og bauð honum að velta sér.
Hesturinn gerði það og reis svo á fætur, frísaði og rölti svo
í áttina til hesthússins. Torfi mælti: >Þú hefur gert vel við
hann, Bjarni minn, og vel er hann járnaður. Hann á nú skilið
að fá æta tuggu«. Torfi leit kringum sig og festi augun á
fénu, þar sem það var á beit á hæfilegri dreif. »Vel eru nú
blessaðar skepnurnar á beit. Það er gott og blessað*. Svo
leit hann til mæðginanna. >Og þið spyrjið mig ekki frétta af
rekanum*. Bjarni tók undir: >Hvað er þá þaðan að segja?«
»0 — ekki svo sem neitt. Enginn kassi þar, tekinn út — hafi
hann þá nokkur verið, eða búið að stela honum«. »En þó er
af þér vínlykt?« mælti Birna. ,»]á, það getur verið. Eg fann
flösku með svolitlu bragði. Ég fór ekki snuðferð, ég fann
flösku, sem Bjarna sást yfir, sem ekki er furða, af því að
hann fór rekann í náttmyrkri. Mikil guðsblessun er brennivín.
Og guð Iauni þeim á togaranum, sem hefur kastað flöskunni
fyrir borð. Honum og henni, manninum og flöskunni, á ég
það að þakka, að ég er risinn upp frá dauðum. Nú ætla ég
að hára Grána mínum og líta svo á Iömbin, hvort þau hafa
tekið bata«. Bóndi gekk hnakkakertur til húsanna. Hann
snéri sér við og mælti: »Birna mín! hitaðu kaffisopa og bak-
aðu jólaköku með rúsínum, svo fljótt sem þú getur, og fáeinar
smákökur líka. — Við erum svo efnuð, að við getum veitt
okkur glaðning*.
Mæðginin gengu inn í bæinn. Birna mælti: »Nú hefur þó
bráð af honum, hvort sem þetta verður þá nema flóafriður*.
Bjarni svaraði: »Ég held það endist, mamma, úr því að
hann er farinn að líta eftir í fjárhúsunum, þá er hann orðinn
með sjálfum sér. Og þá heldur hann sér uppi á starfinu —
eins og líka við höfum gert«.
Báran við ströndina féll um sjálfa sig. Og svo tók að birta
° *' Guðmundur Fridjónsson.
í næsta hefti mun birtast aðalverðlaunasaga Eimreiðarinnar
1933, AUSTFJARÐAÞOKAN, sem dómnefndin úrskurðaði
bezta af þeim 26 smásögum, sem inn komu í sögusamkepninnii
svo sem tilkynt var í 1. hefti þ. á. Allir nýir áskrifendur að
yfirstandandi árgangi þurfa að senda pantanir sínar strax, svo
að heftið með aðalverðlaunasögunni komi þeim jafnsnemma í
hendur og eldri áskrifendum.