Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 113
EIMREIÐIN
Komdu, blærinn blíði
Komdu, blærinn blíði,
berðu mig til stranda!
Einn er út á hafi,
— Sól að viði gengin.
Öllu’ er andar, lifir
Syrtir yfir sjónum.
ekki sé til landa,
og mót brðttum bylgjum
berst á litlu fleyi.
Komdu, blærinn blíði,
berðu mig til landa. —
Leit ég land í hylling,
— ljóma fegri stranda.
andvörp eru fengin!
— Dagur er að dvína.
Dökkvinn hikar eigi!
Hækka hafsins öldur,
haustsjóarnir flæða
■nn um vík og voga. —
Vindar kaldir næða. —
Sökti sæl í djúpið
sínum hörpudiski
hafmey. — En nú örlar
uggi’ á Ijótum fiski.
Komdu, blærinn blíði,
berðu mig til stranda,
einn er út á hafi,
ekki sé til landa. —
Veit ég vona landið
vera’ í hjarta þínu. —
Held því horfi móti,
— hætti lífi mínu!
Sofðu — sofðu!
Sofðu, sofðu, blessað litla barn,
bjarma mildum slær á lífsins hjarn —.
Englar vaka vöggu þinni hjá,
velferð gæta, hættum stýra frá.
Sofðu, sofðu, elsku yndið mitt,
englar ljóssins verndi hjarta þitt.
Sofðu, sofðu, blíða, litla barn —
bjartur geisli skín á lífsins hjarn.
Sofðu, sofðu, blíða barnið mitt,
blessun drottins vermi hjarta þitt.
Sofðu, elsku yndislega barn,
augu lífsins græða vetrarhjarn.
Sofðu, sofðu, safna dug og þrótt —
sofðu, barn mitt, sofðu blítt og rótt.
Síðar vak, er verkefni og störf
vonir glæða, tilgang lífs og þörf.
Sofðu, sofðu barn mitt, blítt og rótt,
bæn mín vakir — sofðu, góða nótt —.
Svefninn færir sálu þinni frið,
svefninn nærir, veitir þreyttum grið.
Skuggi.
15