Eimreiðin - 01.04.1933, Blaðsíða 114
EIMREIÐIN
Hlutafélagið Episcopo.
Saga eftir Gabriele d’Annimzio.
[Framh.]
Ég veit ekki, hvernig ég á að láta hugsanir mínar i ljós.
Það er sama, hvað tilfinningarnar eru sterkar, sem vekja
orðin, þau verða altaf hversdagsleg, heimskuleg og lítilfjörleg.
Eg bar í brjósti mér þennan dag óendanlega margt sársauka-
kent og niðurbælt, sem rann hvað saman við annað. Alt þetta
endaði í stuttu og napurlegu samtali, í hlægilegu rifrildi, í hug-
leysi. Viljið þér hlusta á samtal okkar tveggja? Það var þannig:
Hún stóð út við gluggann og ég gekk til hennar. Ég stóð
eitt augnablik þögull. Því næst hleypti ég í mig þeim kjarki,
sem ég átti til, greip hönd hennar og spurði: »Ginevra, hefur
þú svikið mig?«
Hún horfði á mig steinhissa og svaraði: »Svikið þig?
Hvað áttu við?«
»Hefurðu tekið þér elskhuga? Er það ef til vill . . •
Hoberti?*
Hún horfði altaf á mig, af því að ég skalf og nötraði á
beinunum. »En hvaða uppnám er þetta í þér? Hvað gengur
að þér? Ertu orðinn vitlaus?*
»Svaraðu, Ginevra!*
»Ertu orðinn vitlaus?* Hún æpti og skauzt undan, þegar
ég reyndi að grípa aftur í hönd hennar.
»Vertu ekki að gera mér gramara í geði. — Ég er búinn
að fá nóg af þessu!« Svo fleygði ég mér á hné eins og
brjálaður maður og hélt í pilsfald hennar. »Heyrðu, jeg grát-
bið þig, Ginevra! Vertu miskunnsöm, auðsýndu mér svolitla
miskunnsemi. Bíð þú að minsta kosti eftir fæðingu . . . vesl-
ings verunnar, veslings barnsins míns. Það er barnið mitt,
er það ekki? Bíð þú eftir að það fæðist. Eftir á máttu gera
hvað sem þú vilt. Ég skal þegja, ég skal þola alt. Þegar
elskhugar þínir koma til þín, þá skal ég fara í burtu. Ég skal
bursta skóna þeirra í herberginu við hliðina, ef þú skipar
mér það. . . . Ég skal verða þjónn þinn. Ég skal verða þjónn