Eimreiðin - 01.04.1933, Síða 115
EIMREIÐIN
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
227
þeirra. En bíddu, bíddu! Gefðu mér fyrst son minn! Vertu
wiskunnsömíc
Engin miskunn, engin. í augnaráði hennar birtist forvitni,
sem var næstum gáskaleg. Hún endurtók og hörfaði undan:
*Ertu orðinn vitlaus?*
Þegar ég svo hélt áfram að grátbiðja hana, sneri hún við
mér bakinu, fór út, lokaði hurðinni á eftir sér og skildi mig
eftir á hnjánum á gólfinu. Það var sólskin á gólfinu, á stólnum
iá kranzinn, og tár mín breyttu engu af því, sem varð að vera.
En getum við nokkru sinni breytt nokkru? Hvaða vog
vegur tár okkar? Sérhver maður er aðeins einhver maður,
sem eitthvað kemur fyrir. Það er alt og sumt og annað ekki.
Við erum þreyttir, kæri herra, ég af að segja frá, þér af að
hlusta á. Þegar alt kemur til alls, hef ég verið helzt til fjöl-
orður. Eg hef ef til vill komið með helzt til mörg útúrskot.
Aðalatriðið er annað. Til þess að komast að aðalatriðinu,
frarf maður að fara yfir tíu ár, tíu ár, tíu aldir þjáninga,
eymdar, svívirðinga.
Samt sem áður var ekki alt vonlaust. Nóttina, þegar ég
heVrði ópin í þessari konu, sem var að fæða, óp, sem ekki
hhtust neinum mannlegum ópum, óp dýrs, sem á að fara að
slátra, hugsaði ég: »Ef hún dæi, ó! ef hún dæi og skildi
eftir handa mér lifandi son minn!« Hún öskraði svo hræði-
e9a, að mér datt í hug: »Þegar æpt er þannig, hlýtur mann-
eskjan að ueyja«. Já, mér datt þetta í hug, ég vonaði þetta.
hún dó ekki. Hún lifði það af, og það var glötun mín
°9 sonar míns. Sonur minn, það var vissulega sonur minn,
afkvæmi mitt. Á vinstri öxl hans var sami bletturinn og var á
^r frá því að ég fæddist. Ég blessaði guð fyrir þetta merki,
gerði mér kleift að þekkja son minn. Á ég nú að segja yður
PÍáningu okkar í tíu ár? Á ég að segja yður alt? Nei, það er
ehki hægt. Ég yrði aldrei búinn. Og ef til vill tryðuð þér mér
e«ki, því ag þag er ótrúlegt, hvað við höfum þjáðst mikið.
Eg skal segja yður frá staðre\>ndunum í fáum orðum.
e,rr|ili mitt varð lastanna bæli. Stundum mætti ég ókunn-
u9um mönnum við dyrnar. Ég gerði ekki það, sem ég hafði
Sa9t. Ég burstaði ekki skóna þeirra í herberginu við hliðina,