Eimreiðin - 01.07.1933, Page 26
250
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
Flug Lindberghs í sumar var farið að tilhlutan ameríska
flugfélagsins »Pan-American Airways«, en umboðsmaður þess
félags hér á landi er Sieingrímur rafmagnsstjóri Jónsson.
Þriðjudaginn 15. ágúst flaug Lindbergh og kona hans frá
Angmagsalik á Grænlandi, um Vatnsfjörð á Grænlandi og
Vestfirði á íslandi, til Viðeyjar við Reykjavík og lenti á Við-
eyjarsundi kl. 7,30 um kvöldið. Mikill mann-
berThshj'ón- fjöldi hafði safnast saman við Reykjavíkur-
anna 15. ágúst. höfn, því búist var við að þar yrði lent. En
er það fréttist að lent yrði á Viðeyjarsundi,
fór fjöldi fólks inn í svonefnda Vatnagarða, og var þar sam-
ankominn mikill mannfjöldi, er hjónin stigu þar á land. Fyrstir
tóku á móti þeim fulltrúar frá bænum og umboðsmaður »Pan-
American Airways* hér. Mikill mannfjöldi beið og í Pósthús-
stræti fyrir utan gistihúsið Borg, því þess var vænst að
hjónin mundu koma til bæjarins þá um kvöldið og setjast
að á Borg. En fólkið varð fyrir vonbrigðum. Lindberghs-
hjónin komu ekki. Um nánari atvik að fyrstu dvöl Lindberghs-
hjónanna hér er farið eftir heimildum Björns Bjarnasonar
í Viðey, en hjá honum gistu hjónin fyrstu tvær næturnar,
sem þau voru hér á landi.
Er Lindberghshjónin stigu á land í Vatnagörðum var
tryggjan og alt svæðið umhverfis svo þéttskipað fólki, að með
naumendum varð komist að bílnum, sem flytja skyldi þau
hjónin til Reykjavíkur. Gekk þetta þó slysalaust, og var nú
lagt af stað með þau, en mannfjöldinn dreifðist. Þegar þaU
höfðu ekið um stund óskuðu þau að snúa aftur í Vatnagarða,
en það stóð heima, að þegar þau komu þangað var fólk flest
farið. Björn Bjarnason segir segir svo frá, að hann hafi ver-
ið á heimleið á vélbáti sínum, eftir að hafa aðstoðað við
lendingu flugvélarinnar, er hann tók eftir því, að Lindberghs-
hjónin biðu á bryggjunni í Vatnagörðum. Sneri hann þá aftur
til sama lands til að vita um erindi þeirra, en það var að
spyrja um hvort þau gætu fengið að gista í eynni hjá honum.
Kvað hann það velkomið, ef þau gætu gert sér það að góðu,
sem heimili hans gæti þeim í té látið. Var þá haldið til Við-
eyjar og komið heim til Björns um kl. 9 að kvöldi. Þágu
þau hjónin þar beina og gistingu og virtust una sér hið bezta,