Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 40

Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 40
264 AUSTFJARÐAÞOKAN EIMREIÐIfí rétt eins og tindarnir væru að kallast á og ákæra hann fyrir lögbrot og griðrof á þessum friðlýsta stað. Nei, þetta dugði ekki. Hann lagði upp árarnar og hugsaði: Gaman væri ná að skjótast út í hólmann og skoða — og fá sér fáein egg. Mörg ár voru síðan hann hafði skoðað þennan glataða dýrgrip. Hann hafði einhvern veginn ekki getað fengið sig til þess. Hann dýfði árunum hægt og reri hljóðlega til hólmans. Það reyndist snögt um lengra en honum sýndist. Hann vissi vel, hvar átti að lenda, kipti bátnum svolítið upp í mjúkan sandinn, tók með sér skotfærakassann og austurs-fötuna- Kassinn var hvort sem var nærri tómur og bezta eggjaílát —» Hann litaðist um, er hann kom upp á miðjan hólmann. — ]á, satt var það, mikið hafði varpið aukist. Samt virtist það ekki meira en í meðallagi vel hirt. Hann gekk lengra áfram, horfði hugfanginn á þessar feikna eggjabreiður. En kríurnar létu hann ekki hafa mikinn tíma til hugleiðinga» Þessi sjálfskipaði landvarnarher allra varplanda hóf þegar hat- rama árás á þennan óvin. Og sú árás gekk ekki hávaðalaust. Það var eins og þessi árás yrði til þess að æsa löngun hans í að láta greipar sópa. Nú var um að gera að láta ekki undan! — Hann skyldi sýna þeim. — En það var nokkuð liðið á varptímann, og það var töluverður vandi að taka ekki nema ný, eða að minsta kosti aðeins lítið unguð egg. Þórður var varpvanur og kunni skil á þessu. Hann tíndi aðeins egg þar sem hann þóttist öruggur. Aður en hann eiginlega vissi, hafði hann farið meira en hálfhring yfir hólmann. Honum varð litið upp og þá sá hann nokkuð sem honum kom óvænt. Bátinn hans hafði tekið út, og hann flaut all- hratt frá hólmanum og var þegar kominn alt of langt til þess» að ósyndur maður eins og hann gæti náð honum! Þarna var hann fallega settur! Mikill bölvaður klaufi gat hann verið! Nú sat hann þarna fastur eins og mús í gildru og gat enga björg sér veitt! Ætli þeim þætti það ekki fengur vinnumönnum prestsins, þegar þeir kæmu næst, að finna hann þarna! Hann æddi fram og aftur um hólmann, ef ske kynni að þar fyndist eitthvað, sem hann gæti flotið á út til bátsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.