Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 42
‘266
AUSTFJARÐAÞOKAN
eimreiðin
hans þokast upp á við — þangað til nú. En þó þeir
fyndu hann hér, hvað gátu þeir eiginlega gert honum? Ef
varpið bæri þess merki, að engu væri spilt, þá gátu þeir
ekkert gert honum. A honum hvíldi þó spurningin: Hvað
vildi hann hingað? Og það á þessum tíma! Hann mundi
aldrei geta gefið neina sennilega skýringu, aðra en þá réttu.
Því var bezt að ganga beint fram og segja sannleikann.
Hitt var eiginlega miklu verra með bátinn, byssuna og fuglana.
Hann spratt upp og áttaði sig fyrst, er hann var farinn að
æða fram og aftur um hólmann.
Nei, nú varð hann að vera rólegur. — Mikill bölvaður bjáni
gat hann verið að hafa ekki lært að synda! Ár eftir ár hafði
Sigurður búfræðingur kent sund þar í sveitinni. En Þórði fanst
hann aldrei hafa tíma. Auk þess var eins og einhver þrösk-
uldur væri altaf á milli þeirra Sigurðar, þröskuldur, sem hvor-
ugur hafði viljað stíga yfir, jafnvel ekki gera sér grein fyrir.
En maður, sem hefur lifað sífeldu, óslitnu athafnalífi tuttugu
til þrjátíu ár, hann bíður sjaldan örlaganna iðjulaus. Hann
finnur sér einhver viðfangsefni, ef nokkur möguleiki er
til þess.
Þórður tók því til starfa. Hann var hingað kominn til þess
að ræna. Nú skyldi hann bæta fyrir það á þann hátt að færa
alt til betra vegar, sem föng voru á. Nokkrar hræður höfðu
verið settar upp hér og þar um hólmann og búnar druslum
og fataræflum að nokkru. En ekki voru þær að neinu leyti
svo svipaðar mönnum, að það gæti vilt nokkurt vargsauga.
Nú tók hann að hressa upp á þessar ómyndir, og notaði alt
sitt hugvit og lagni til þess að láta þær líta út eins og lif-
andi menn, í fljótu bragði. Þetta entist honum allan daginn.
Þá þurfti hann að búa sér næturstað. Hann hálfkveið nótt-
inni, ef það færi að rigna. Hann var illa undir það búinn.
Sjóhatturinn og vetlingarnir komu í góðar þarfir. Hann tróð
vetlingunum upp á fæturna á sér, sem voru berir í stígvél-
unum. Kulda og vosbúð óttaðist hann ekki svo mjög — því
hafði hann vanist alla æfi sína.
Stundum datt honum í hug að fá sér spýtu, binda hana
eins og flotholt við hálsinn á sér og reyna að busla til lands,
en hann sá í hendi sér, að það var vonlausí.