Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 42
‘266 AUSTFJARÐAÞOKAN eimreiðin hans þokast upp á við — þangað til nú. En þó þeir fyndu hann hér, hvað gátu þeir eiginlega gert honum? Ef varpið bæri þess merki, að engu væri spilt, þá gátu þeir ekkert gert honum. A honum hvíldi þó spurningin: Hvað vildi hann hingað? Og það á þessum tíma! Hann mundi aldrei geta gefið neina sennilega skýringu, aðra en þá réttu. Því var bezt að ganga beint fram og segja sannleikann. Hitt var eiginlega miklu verra með bátinn, byssuna og fuglana. Hann spratt upp og áttaði sig fyrst, er hann var farinn að æða fram og aftur um hólmann. Nei, nú varð hann að vera rólegur. — Mikill bölvaður bjáni gat hann verið að hafa ekki lært að synda! Ár eftir ár hafði Sigurður búfræðingur kent sund þar í sveitinni. En Þórði fanst hann aldrei hafa tíma. Auk þess var eins og einhver þrösk- uldur væri altaf á milli þeirra Sigurðar, þröskuldur, sem hvor- ugur hafði viljað stíga yfir, jafnvel ekki gera sér grein fyrir. En maður, sem hefur lifað sífeldu, óslitnu athafnalífi tuttugu til þrjátíu ár, hann bíður sjaldan örlaganna iðjulaus. Hann finnur sér einhver viðfangsefni, ef nokkur möguleiki er til þess. Þórður tók því til starfa. Hann var hingað kominn til þess að ræna. Nú skyldi hann bæta fyrir það á þann hátt að færa alt til betra vegar, sem föng voru á. Nokkrar hræður höfðu verið settar upp hér og þar um hólmann og búnar druslum og fataræflum að nokkru. En ekki voru þær að neinu leyti svo svipaðar mönnum, að það gæti vilt nokkurt vargsauga. Nú tók hann að hressa upp á þessar ómyndir, og notaði alt sitt hugvit og lagni til þess að láta þær líta út eins og lif- andi menn, í fljótu bragði. Þetta entist honum allan daginn. Þá þurfti hann að búa sér næturstað. Hann hálfkveið nótt- inni, ef það færi að rigna. Hann var illa undir það búinn. Sjóhatturinn og vetlingarnir komu í góðar þarfir. Hann tróð vetlingunum upp á fæturna á sér, sem voru berir í stígvél- unum. Kulda og vosbúð óttaðist hann ekki svo mjög — því hafði hann vanist alla æfi sína. Stundum datt honum í hug að fá sér spýtu, binda hana eins og flotholt við hálsinn á sér og reyna að busla til lands, en hann sá í hendi sér, að það var vonlausí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.