Eimreiðin - 01.07.1933, Page 43
eimreiðin
AUSTFJARÐAÞOKAN
267
VII.
Þórður var stálheppinn með veður þarna í hólmanum. Dag
°9 nótt var sama lognið, hitamollan og sama sótsvarta
fcokan. Oft hvarflaði hugur hans heim til konu og barna, sér-
staklega barnanna. Hann fann, að þeim var hann bundinn
sterkari böndum en nokkru öðru. — Guðlaug — já — hon-
um var nú reyndar hlýtt til hennar. Hún hafði reynst góður
°9 dugandi félagi í baráttunni við alla erfiðleikana. Sjálfsagt
mundi hún sakna hans — en fyrst og fremst sem grjótpálsins,
sem barist hafði fyrir heimilinu. En þegar hann svo kæmi
heim — einhvernveginn í helvítinu kæmist hann heim — þá
mundi hún náttúrlega verða fegin, en þó ekki geta setið á sér
með að setja í hann kaldhæðni fyrir klaufaskapinn. Verst
Var að mæta augum barnanna og verða fyrir spurningum
heirra. Nei, fyrir þeim varð hann að dylja sannleikann.
Annars varð hann að mæta jafnkaldur öllu, sem að höndum
har. Hann var alveg háður dutlungum tilviljunarinnar. Svona
máttlaus leiksoppur örlaganna hafði hann aldrei verið hingað til.
Hann stóð upp.
— Sjáum nú til. Nú var kominn laugardagur. — Ekki
Var óhugsandi, að prófasturinn léti sækja sér egg í sunnu-
dagsmatinn í kvöld. Skyldi hann ekki geta komist að samn-
ln9um við sendimennina? Geta fengið þá með góðu eða illu
hl að halda kjafti? Nú — hann varð að reyna hvað hann
9at. Hann vissi ekki til þess, að neinn af vinnumönnunum
væri óvinur hans. Hann hafði fremur gert þeim greiða en hitt.
Hann hafði gert sér bæli hæfilega nærri hinum venjulega
lendingarstað. Skeð gat, að hann á þann hátt gæti náð bátn-
Uln á sitt vald að komumönnum óvörum. Það var altaf
9°tt að hafa undirtökin. — kannske gæti hann forðað sér út
1 þokuna áður en þeir vissi af. Hann brosti. Þá yrðu bara
'uaktaskifti* í hólmanum! Það gat tekið út bát hjá fleirum en
honum! Hann beið og beið fram eftir kvöldinu. Enginn kom.
Nei, þeim hefur ekki litist á þokuna, hugsaði hann. —
Það er satt, hún er svört.
Þórður skreið í fylgsni sitt, bjó um sig í lyngi og mosa
eftir föngum og bjóst við að geta sofnað. Verst var, að nú