Eimreiðin - 01.07.1933, Page 44
268
AUSTFJARÐAÞO.KAN
EIMREIÐIN
leit út fyrir það, að hann færi að rigna og kólna. Næðið var
nú orðið ágætt — kríurnar voru fyrir löngu hættar að skoða
hann sem óvin sinn. Auk þess voru evru hans orðin svo vön
garginu, að hann tók ekki eftir því nema við og við.
VIII.
— Komdu og dragðu upp með mér bátinn, bölvaður asn-
inn þinn! Hvert ætlarðu að ana? Heldurðu að það dugi að
skilja við bátinn svona?
— Æ, haltu nú kjafti! Sérðu ekki að ég er að koma?
Þórður hrökk upp við þessi orð. Það lá við, að hann hent-
ist upp úr grófinni, þar sem hann lá, en hann áttaði sig í
tíma og lá kyr. Loks voru menn komnir í hólmann, en ekki
frá prestssetrinu. Hann þekti vel báðar raddirnar, það voru
þeir Bjarni og Hjalti, strákarnir frá Kirkjubólshjáleigu.
Hafði prestur sent þá? Og það um miðja nótt? Ótrú-
legt var það. Nú höfðu þeir lokið við að setja bátinn. Ekki
var það næsta langt, sem þeir höfðu dregið hann upp. Þeir
flýttu sér síðan upp á hólmann og stefndu í öfuga átt, við
staðinn sem Þórður lá í, alveg eins og hann hafði reiknað út,
að allir kunnugir gestir mundu gera. Hann lyfti höfðinu með
gætni, svo hann gæti séð þá betur — og bátinn. Þetta var ekki
Kirkjubólsbáturinn, og strákarnir voru með stóra ullarþvotta-
körfu á milli sín! Þórði var þegar ljóst, að hér voru ekki sendi-
menn klerks á ferð — þeir komu í sömu erindum og hann!
Fyrst þegar hann varð þeirra var, hafði hiti hlaupið um
hann allan. — Nú skalf hann eins og hrísla. Þeir voru að
beygja fyrir Hræðuhólinn svo kallaða.
Ef þeir beygðu sig nú, þá bæri hólinn milli þeirra og
bátsins. — Og þeir settu niður körfuna og beygðu sig.----------
Þórður spratt upp eins og elding og hljóp til bátsins, rendi
honum á flot í einu átaki, reri nokkur áratog eins og vitlaus
maður — út fyrir hólmann, unz klettinn bar á milli. Því næst
lagði hann inn árarnar og fleygði sér niður í bátinn. Eftir
stundarbið heyrði hann óp og köll og formælingar strákanna.
Nú höfðu þeir saknað bátsins, en ekki komið auga á hann
ennþá. Atti hann að gefa sig fram ? Hann gat sloppið héðan af.
Nú höfðu þeir komið auga á bátinn. Þórður heyrði þá