Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 45
eimreiðin
AUSTFJARÐAÞOKAN
269
vera að ráðgast um það, hvernig þeir ættu að ná honum,
hvort þeir ættu að reyna að synda eftir honum eða ekki.
Þeir höfðu eitthvað lært að fleyta sér sumarið áður.
Hann heyrði þá krossbölva og tala um hákarla. Svo varð
stundarþögn. Þá heyrði hann annan þeirra gráta. Þórður
bölvaði í hljóði. Grát þoldi hann verst af öllu. Alt í einu
or2ar eldri strákurinn upp: Hvert í logandi! Svei mér ef
bann rekur ekki hingað til okkar!
Þetta var rétt. Þórður heyrði, að röddin var nær en áður.
Nú var bezt að gefa sig fram við snáðana!
Þórður reis upp í bátnum. Strákana setti hljóða. Nú sáu
þeir draug í fyrsta sinn á æfinni!
Þórð grunaði hvað undir þögninni bjó. Hann bjóst alt af
hálfvegis við því, að sá fyrsti sem sæi hann, áliti hann aftur-
Senginn! Hann dýfði því árunum rólega í sjóinn og kallaði
glaðlega um leið og hann andæfði í áttina til þeirra: — Verið
þið rólegir, drengir! Ég er að koma með bátinn til ykkar!
Ég hef merkilega sögu að segja ykkur. Hann sá, að þeir
voru á báðum áttum, en biðu þó. Þórður gaf sér nú góðan
tíma. Hann hafði þaulhugsað, hvernig hann ætti að fara
að, en nú lét hann eðlishvötina ráða. Hann rendi bátnum
hægt upp að fjörunni, stökk út í og hélt honum á floti.
— Nú verðum við að gera samninga áður en ég fer lengra.
Þið eruð hingað komnir til þess að stela eggjum. Ég kom
tíka hingað í sömu erindum. Við erum allir samsekir og verð-
að hjálpast að. Fólk hefur náttúrlega haldið, að ég væri
dauður. En ég misti bara bátinn frá mér eins og þið. —
Hann glotti.
Strákarnir höfðu nú jafnað sig og komu nær.
— Já, sagði Hjalti, allir héldu að þú værir dauður. En þú
hefur þá altaf verið hérna?
— Já auðvitað.
— Hefur þér ekki liðið illa, sagði Bjarni.
— O-nei — fjanda kornið. — En nú verðum við að fara
3Ö taka ákvarðanir. — Hvað haldið þið að klukkan sé?
Hjalti dró úr upp úr vasanum. — Bráðum hálffjögur.
— Hver fjandinn! Það er þá kominn morgunn. — Og það
sunnudagsmorgunn, lagsi! sagði Þórður og hló.