Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 46
270
AUSTFJARÐAÞOKAN
eimreiðin
— Svo hélt hann áfram:
— Eitthvað svolítið af eggjum verðum við að fá okkur. En
við verðum að fara gætilega í það. Ef það kemst upp, að ég
hafi verið hér, þá kem ég líka upp um ykkur — munið þið það.
Takið þið ein 25 egg hvor, og ég tek 50. Eg hef svo marga
munnana og — ég hef beðið svo lengi — bætti hann við glott-
andi. — Eg skal velja þau þannig, að lítið — jafnvel ekkertberi á.
Strákarnir urðu lifandi fegnir og játtu öllu.
Það var ekki langrar stundar verk að velja þessi egg og
koma þeim í bátinn. A meðan sögðu strákarnir Þórði öll
helztu tíðindin úr landi, umtalið um hvarf hans og allar þær
ráðstafanir, sem höfðu verið gerðar. Þegar kom að minning-
arathöfninni í kirkjunni, skellihló Þórður og sagði: — Þá má
ég ekki koma í leitirnar fyrir messu. Helzt vildi ég nú
koma til kirkju og vera við mína eigin útför — en þá verð-
ur náttúrlega alt upp í loft. Nei, ég má ekki koma fyr en
eftir messu — það er klárt — annars eyðilegg ég alt samaní'
Þeir sögðu honum, að Quðlaug yrði við kirkju með börnin,
og að Bjarni bróðir hennar væri í Króki og sæi um búið
með henni. Þeir mintust einnig á það, hversu allir hefðu gert
sér far um að hjálpa »ekkjunnic.
— Þeir eru kannske ekki eins bölvaðir eins og ég hélt, hugsaði
Þórður. Samt hafði hann óljóst hugboð um það, að þessi góð-
menskubragur rynni af þeim, þegar hann kæmi til skjalanna.
Þeir reru í hægðum sínum til lands. Strákarnir lofuðu að
ná í mjólk og brauð heima hjá sér og koma því í hendur
Þórðar. Allir tóku þeir ströng þagnarheit hver af öðrum.
Þeir lentu í Hjáleigu-vörinni. Þórður setti með þeim bát-
inn, lagðist svo í leyni og beið. Skömmu seinna kom Hjalti
til hans með tvær mjólkurflöskur, brauðstykki og smjörklíp
innan í léreftsdulu. Svo kvöddust þeir eins og beztu vinir.
Þórður lagði leið sína til beitarhúsa prófastsins. Þau voru
afskekt og engin hætta á umferð þar. Það var komið langt
fram á morgun, og leit út fyrir að þokunni væri heldur að létta.
IX.
Prófasturinn hóf ræðu sína með nokkurskonar hákirkjulegri
sætsúpu, með hæfilega miklu af biblíurúsínum út í. Því næst sveigði