Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 51
eimreiðin
HAGNVT ÆTTFRÆÐI
275
miög sterk með forfeðrum vorum. Þeir skildu, að einstak-
lingurinn er háður ætt sinni, hann er hlekkur í stórri keðju,
ættarkeðjunni. Þess vegna spurðu þeir fyrst og fremst um
ættina, er þeir leituðu sér kvonfangs, og þess vegna iðkuðu
þeir ættfræði jafnkappsamlega og raun ber vitni.
Einstaklingshyggja vorra tíma hefur rutt ættarhyggjunni úr
ve9i- Einstaklingurinn álítur sig sjálfstæða heild og sjálfum
ser nógan. Hann kann ekki að meta gildi ættarinnar, og hann
>ðkar ekki ættfræði. Ættfræðinni hefur hnignað á vorum dög-
Unb og mun hin skaðlega einstaklingshyggja einkum eiga sök
á því. Önnur aðalorsök þess að ættfræðinni hefur hnignað,
mun liggja hjá ættfræðingunum sjálfum. Þeir hafa að vísu
bjargað ómetaníegum ættfræðilegum fróðleik frá glötun, en
Vfirleitt hafa þeir ekki kunnað að taka ættfræðina réttum tök-
um. Ættfræðin hefur orðið í þeirra höndum andlaus og ófrjó
mannanafnaupptalning, oftast ógreinilega framsett. Af þessum
ástæðum hafa menn firzt ættfræðina, og sumir hafa álitið hana
sérvitringum einum samboðna. Slíkur hugsunarháttur verður
að breytast. Vér verðum að taka ættfræðina öðrum tökum en
Ver hingað til höfum gert. Andlausar og ófrjóar mannanafna-
t>ulur, sem engar ályktanir verða af dregnar, eiga ekkert er-
'ndi til nútíðarmanna. Vér verðum að hagnpta ættfræðina,
tat<a hana í þjónustu mannfræðinnar líkt og nú er gert er-
lendis. Sagnfræðin er ekki lengur höfuðviðfangsefni ættfræð-
'nnar. Æðstu markmið ættfræðinnar liggja ekki í fortíðinni,
sem vér getum engin áhrif haft á, heldur í framtíðinni, sem
°ss er ætlað að móta og skapa. Sú þekking, er ekki megnar
að byggja brú, er liggur til lífsins, glatar gildi sínu, og ætt-
fræði, sem að eins horfir aftur og ekki fram í tímann, hefur
a^ eins fornfræðilegt gildi.
III.
Spurningin er því þessi: Hvernig getum vér hagnýtt ætt-
fræðina ?
Eyrir nokkrum árum reit dr. Guðmundur Finnbogason fróð-
lega grein í Andvara (1925) um »Mannkynbætur«. Hann kom
i331, fram með þá hugmynd, að hér yrði sett á fót öflug ætt-
fraeðistofnun, og fer þessi hugmynd hans í svipaða átt og