Eimreiðin - 01.07.1933, Page 55
eimreiðin
KAFLAR ÚR SAN MICHELE
279
sftir, hvenær lest færi næst til Rómaborgar, til Kalabríu, til
Abruzzi, til einhvers og einhvers staðar, því fjarlægari, þeim
roun betri, ef ég aðeins losnaði sem fyrst úr þessu helvíti. Ef
uokkur lest hefði verið til, mundu >Bréfin frá borg í sorg«
aldrei hafa orðið til. En eins og á stóð fór engin lest fyr en
á hádegi daginn eftir, því að samgöngur allar við borgina, þar
sem drepsóttin geysaði, höfðu svo að segja fallið niður. Það
var ekkert annað að gera en að fá sér hressandi sund um
sólarupprás við Santa Lucia og hverfa svo rólegri í skapi,
en þó skjálfandi af ótta, út í fátækrahverfin aftur. Um kvöldið
var boði mínu, um að gerast sjálfboðaliði á kóleruspítalanum
Santa Maddalena, tekið. Tveim dögum síðar hvarf ég burt af
sPítalanum, því að þá hafði ég komist að raun um, að rétti
staðurinn fyrir mig væri ekki meðal deyjandi sjúklinganna á
sPítalanum, heldur hjá deyjandi fólkinu í fátækrahverfunum.
Hversu alt hefði reynst léttara og auðveldara, hugsaði ég,
bæði fyrir sjúklingana og mig, ef dauðastríð þeirra hefði ekki
Verið svona langvint, svona hræðilegt! Þarna lágu þeir klukku-
t>mum saman, dögum saman í stadium algidum, kaldir eins
°9 lík, með uppglent augu og galopna munna, að öllu útliti
ems og þeir væru dauðir, en þó enn á lífi. Fundu þeir nokk-
u^ til? Skildu þeir nokkuð? Betur að svo hafi ei verið,
Vegna þeirra fáu, sem enn gátu gleypt teskeið af ópíum, sem
s)álfboðaliðarnir frá Croce Bianca komu með af og til og heltu
1 flýti í munn þeim. Þessi inntaka gæti alténd orðið til að
9era ú( af við þá, áður en hermennirnir og hálfdrukknir graf-
erarnir kæmu um nóttina til að safna þeim öllum í eina kös
1 gímaldið á Composanto dei Colorosi. Hvað voru þeir margir,
Sem lentu lifandi í þá kös? Ég býst við þeir hafi skift hundr-
uðum. Þeir litu allir eins út; sjálfur átti ég oft erfitt með að
se9ia um, hvort þeir voru dauðir eða lifandi; tíminn var
naumur; þeir lágu tugum saman í hverju hverfi. Fyrirskipan-
mnar voru strangar; alla varð að heygja að nóttunni.
Eftir að drepsóttin komst í algleyming þurfti ég ekki lengur
kvarta yfir því, hve dauðastríðið væri langvint, Nú féllu
01601:1 unnvörpum á götunni, eins og elding lostnir, voru hirtir
uf lögreglunni, fluttir á kóleruspítalann og dauðir eftir fáeinar
ukkustundir. Leiguvagnstjórinn, sem að morgni ók með mig