Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Side 60

Eimreiðin - 01.07.1933, Side 60
284 KAFLAR ÚR SAN MICHELE EIMREIÐIN auðmjúklega að lofa sér að segja við mig fáein orð. Hún hafði staðið vörð á hverjum degi alla vikuna, þegar ég kom úr skólanum, en ekki haft kjark í sér til að ávarpa mig, með því að ég fór áður en dimma tók. En nú hafði hún loks hert upp hugann. Hún nefndi mig herra lækninn og spurði með titrandi röddu, hvernig ungu stúlkunni með taugaveikina liði. Var hún hættulega veik ? »Eg verð að fá að sjá hana áður en hún deyr«, sagði hún með grátstaf í kverkunum, og tárin runnu niður málaðar kinn- ar hennar. »Eg verð að fá að sjá hana; ég er móðir hennar«. Nunnurnar vissu ekki um þetta. Barnið hafði verið falið þeim til gæzlu, þegar það var þriggja ára. Meðlagið með því var greitt frá banka einum. Sjálf hafði hún ekki séð barnið síðan nunnurnar tóku við því, nema tilsýndar, því á hverjum fimtu- degi stóð hún á strætishorninu í grendinni, en þann dag fengu stúlkurnar að ganga út sér til skemtunar. Eg lét hana skilja, að mér segði þungt hugur um líðan barnsins og Iofaði að láta hana vita, ef því versnaði. Hún vildi ekki segja mér heimilis- fang sitt, en bað mig að lofa sér að bíða mín á götunni á hverju kvöldi, til þess að fá fréttir. Alla næstu viku stóð hún þarna á hverjum degi, skjálfandi af kvíða, og beið mín. Ég varð að segja henni, að barninu væri að versna, en ég þótt- ist vita, að ekki gæti komið til mála að láta þessa veslings vændiskonu sjá deyjandi barnið. Alt sem ég gat gert, var að lofast til að láta hana vita, þegar dauðinn kæmi. Þá samþykti hún loks að segja mér hvar hún aétti heima. Síðla kvöldið eftir lét ég aka mér heim til hennar. Hún átti heima í iH' ræmdri götu bak við Opera Comique. Vagnstjórinn brosti íbygginn framan í mig og bauðst til að koma aftur til að sækja mig eftir svo sem klukkutíma. Eg sagði, að hann geeti komið eftir fjórðung stundar. Matrónan sem veitti stofnuninni forstöðu, óg mig og mældi í skyndi, og vísaði mér síðan inn í herbergi, þar sem fyrir var tylft hálfnakinna kvenna í stutt- um kirtlum úr rauðu, gulu og grænu mússilíni. Vildi herrann ekki gera svo vel og velja? Ég sagðist þegar hafa valið, ÞV1 að ég vildi hitta mademoiselle Flopette. Matrónan kvað sér þykja mjög leitt, að mademoiselle Flopette væri ekki ennþa komin ofan, hún hefði upp á síðkastið vanrækt mjög skyldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.